Ósátt með þau áform að þrír búsetukjarnar fyrir fatlað fólk verði í sama hverfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2020 20:30 Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar. vísir/Egill Formaður Þroskahjálpar gagnrýnir áform Garðabæjar um að reisa tvo búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í sama hverfinu. Mikilvægt sé að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun svo það hafi val um búsetu. Fyrir er einn búsetukjarni í grenndinni. Fyrirhugað er að reisa tvo nýja búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í Ásahverfinu í Garðabæ. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að bærinn skuli beita sér í húsnæðismálum fólks með fötlun en er ósátt við skipulag og staðsetningu búsetukjarnanna. „Það sem við erum í raun og veru ósátt við er að það eigi bara að búa til einhvers konar ríkisbyggingar þannig að það verði augljóst hvar fatlaða fólkið býr og að þau verði öll sett í sama hverfi,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Hún segir mikilvægt að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun á sambærilegan hátt og byggð dreifist almennt. „Við viljum sjá er meiri blöndun. Að fatlað fólk búi til jafns við aðra í hverfum bæjarfélagsins en fái auðvitað þjónustuna sem það þarf vegna fötlunar sinnar,“ sagði Bryndís. Bryndís segir Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk skýran. Fólk með fötlun skuli fá tækifæri til að velja sér búsetustað. „Þar er mjög hart kveðið á um að afstofnanavæða, að það beri að stefna að því. Strangt til tekið er hægt að segja að svona búsetukjarni sé stofnun ekki síst þegar þetta eru orðnar svona margar íbúðir,“ sagði Bryndís. Áætlað er að hver búsetukjarni rými sex til sjö íbúðir. „Það er hægt að minka stofnanaáhrifin með því að hafa færri íbúðir og ég myndi mæla með fjórum, hámark fimm íbúðum í búsetukjarna til að koma í veg fyrir þennan stofnanabrag. Ef ég ætti að ráðleggja forsvarsmönnum Garðabæjar þá myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við þá sem eiga að búa í þessu húsnæði og fara í einhvers konar þarfagreiningu. Svo myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við okkur eða önnur samtök sem hafa gefið sig út fyrir að hafa sérþekkingu á þessum málum og fá ráðgjöf um hvernig best sé að gera þetta,“ sagði Bryndís. Garðabær Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Formaður Þroskahjálpar gagnrýnir áform Garðabæjar um að reisa tvo búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í sama hverfinu. Mikilvægt sé að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun svo það hafi val um búsetu. Fyrir er einn búsetukjarni í grenndinni. Fyrirhugað er að reisa tvo nýja búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í Ásahverfinu í Garðabæ. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að bærinn skuli beita sér í húsnæðismálum fólks með fötlun en er ósátt við skipulag og staðsetningu búsetukjarnanna. „Það sem við erum í raun og veru ósátt við er að það eigi bara að búa til einhvers konar ríkisbyggingar þannig að það verði augljóst hvar fatlaða fólkið býr og að þau verði öll sett í sama hverfi,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Hún segir mikilvægt að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun á sambærilegan hátt og byggð dreifist almennt. „Við viljum sjá er meiri blöndun. Að fatlað fólk búi til jafns við aðra í hverfum bæjarfélagsins en fái auðvitað þjónustuna sem það þarf vegna fötlunar sinnar,“ sagði Bryndís. Bryndís segir Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk skýran. Fólk með fötlun skuli fá tækifæri til að velja sér búsetustað. „Þar er mjög hart kveðið á um að afstofnanavæða, að það beri að stefna að því. Strangt til tekið er hægt að segja að svona búsetukjarni sé stofnun ekki síst þegar þetta eru orðnar svona margar íbúðir,“ sagði Bryndís. Áætlað er að hver búsetukjarni rými sex til sjö íbúðir. „Það er hægt að minka stofnanaáhrifin með því að hafa færri íbúðir og ég myndi mæla með fjórum, hámark fimm íbúðum í búsetukjarna til að koma í veg fyrir þennan stofnanabrag. Ef ég ætti að ráðleggja forsvarsmönnum Garðabæjar þá myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við þá sem eiga að búa í þessu húsnæði og fara í einhvers konar þarfagreiningu. Svo myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við okkur eða önnur samtök sem hafa gefið sig út fyrir að hafa sérþekkingu á þessum málum og fá ráðgjöf um hvernig best sé að gera þetta,“ sagði Bryndís.
Garðabær Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira