Drukknir, dólgslegir og dottandi í verslunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 06:02 Tveir ölvaðir ólátabelgir fengu að verja nóttinni í fangaklefa eftir að hafa raskað svefnfriði Breiðhyltinga. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Rúðubrot, lausir hestar, búðarhnupl og heimapartý voru meðal þeirra 64 mála sem lögreglan segir að hafi ratað inn á hennar borð í gærkvöldi og nótt. Þannig á lögreglan að hafa haft hendur í hári tveggja þjófa sem höfðu stolið varningi úr verslunum. Annar þeirra á ennþá að hafa verið í versluninni þegar lögreglumenn bar að garði en hinn skammt frá vettvangi hnuplsins. Bæði tilfelli eru sögð hafa verið leyst með skýrslutöku á vettvangi og þýfinu skilað aftur upp í hillur. Þá voru tveir drukknir menn sagðir hafa verið með leiðindi í Breiðholti um klukkan tvö í nótt. Þeir eiga til að mynda að hafa öskrað hástöfum og verið með annað ónæði, sem er ekki nánar tilgreint í dagbók lögreglu. Þar að auki eiga þeir ekki að hafa hlýtt fyrirmælum lögregluþjóna sem handtóku þá fyrir vikið. Starfsmenn verslunar í miðborginni eru jafnframt sagðir hafa óskað eftir lögregluaðstoð á öðrum tímanum í nótt vegna „vegna ölvaðs manns sem hafði lagt sig“ í búðinni. Hann virðist þó ekki hafa verið þreyttari en svo að honum tókst að yfirgefa verslunina af sjálfsdáðum eftir að lögreglumennirnir vöktu hann. Þá virðist skemmtanahald næturinnar ekki hafa hætt á slaginu 23, þegar skemmtistaðir borgarinnar lokuðu af sóttvarnaástæðum. Lögreglan segist nefnilega hafa þurft að stöðva tvö heimasamkvæmi eftir miðnætti, annað í Vesturbæ Reykjavíkur en hitt í Grafarvogi. Lögreglumál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Rúðubrot, lausir hestar, búðarhnupl og heimapartý voru meðal þeirra 64 mála sem lögreglan segir að hafi ratað inn á hennar borð í gærkvöldi og nótt. Þannig á lögreglan að hafa haft hendur í hári tveggja þjófa sem höfðu stolið varningi úr verslunum. Annar þeirra á ennþá að hafa verið í versluninni þegar lögreglumenn bar að garði en hinn skammt frá vettvangi hnuplsins. Bæði tilfelli eru sögð hafa verið leyst með skýrslutöku á vettvangi og þýfinu skilað aftur upp í hillur. Þá voru tveir drukknir menn sagðir hafa verið með leiðindi í Breiðholti um klukkan tvö í nótt. Þeir eiga til að mynda að hafa öskrað hástöfum og verið með annað ónæði, sem er ekki nánar tilgreint í dagbók lögreglu. Þar að auki eiga þeir ekki að hafa hlýtt fyrirmælum lögregluþjóna sem handtóku þá fyrir vikið. Starfsmenn verslunar í miðborginni eru jafnframt sagðir hafa óskað eftir lögregluaðstoð á öðrum tímanum í nótt vegna „vegna ölvaðs manns sem hafði lagt sig“ í búðinni. Hann virðist þó ekki hafa verið þreyttari en svo að honum tókst að yfirgefa verslunina af sjálfsdáðum eftir að lögreglumennirnir vöktu hann. Þá virðist skemmtanahald næturinnar ekki hafa hætt á slaginu 23, þegar skemmtistaðir borgarinnar lokuðu af sóttvarnaástæðum. Lögreglan segist nefnilega hafa þurft að stöðva tvö heimasamkvæmi eftir miðnætti, annað í Vesturbæ Reykjavíkur en hitt í Grafarvogi.
Lögreglumál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira