Nátengd konunni sem kom frá Albaníu og voru þegar í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 19:20 Rögnvaldur Ólafsson, starfandi deildarstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Þrjú ný innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust eftir hádegi í dag má rekja til konu sem kom hingað til lands frá Albaníu í síðustu viku. Þau sem greindust í dag eru nátengd konunni og voru þegar í sóttkví. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, starfandi deildartjóra hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innanlandssmit eru í heildina orðin ellefu frá því að slakað var á ferðatakmörkunum fyrir hálfum mánuði. 440 manns eru í sóttkví og fjölgar nokkuð á milli daga eftir því sem smitrakningu vindur fram. „Þessi smit sem komu upp í dag má rekja til tilfellis sem komu upp um daginn, konan sem kom frá Albaníu. Þetta er fólk sem er nátengt henni og var þegar í sóttkví sem var að bætast við núna,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í kvöldfréttum í gær kom fram að smitrakning vegna konunnar væri ekki jafnflókin og sú sem ráðast þurfti í vegna annarrar konu sem kom hingað til lands frá Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Rögnvaldur sagði að smitrakningu vegna fyrri konunnar væri nú lokið í bili. „Þetta eru á bilinu 20 til 30 manns sem hafa bæst við inn í sóttkví núna út af þessu.“ Þá sagði hann allt á góðu róli varðandi hina hópsýkinguna. Allir væru í sóttkví sem þurftu þess eftir smitrakningu og engin ný smit hefðu bæst við. Fjölmennir viðburðir eru á dagskrá víða um land yfir sumartímann. Þannig er til að mynda stórt knattspyrnumót barna haldið um helgina á Akureyri. Sóttvarnareglur kveða á um að grípa skuli til hólfaskiptingar á viðburðum sem þessum – en dugar það til? „Við höfum vissar áhyggjur af þessu,“ sagði Rögnvaldur. „Þessi hólfaleið var farin til að það væri hægt að halda þessar hátíðir og mót sem margir voru búnir að leggja upp með að hafa. En eins og þetta er búið að þróast þá þjónar þetta ekki tilgangi sínum. Það er eitt að vera með hólfaskiptingu og svo ekkert þar fyrir utan.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31 Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þrjú ný innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust eftir hádegi í dag má rekja til konu sem kom hingað til lands frá Albaníu í síðustu viku. Þau sem greindust í dag eru nátengd konunni og voru þegar í sóttkví. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, starfandi deildartjóra hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innanlandssmit eru í heildina orðin ellefu frá því að slakað var á ferðatakmörkunum fyrir hálfum mánuði. 440 manns eru í sóttkví og fjölgar nokkuð á milli daga eftir því sem smitrakningu vindur fram. „Þessi smit sem komu upp í dag má rekja til tilfellis sem komu upp um daginn, konan sem kom frá Albaníu. Þetta er fólk sem er nátengt henni og var þegar í sóttkví sem var að bætast við núna,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í kvöldfréttum í gær kom fram að smitrakning vegna konunnar væri ekki jafnflókin og sú sem ráðast þurfti í vegna annarrar konu sem kom hingað til lands frá Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Rögnvaldur sagði að smitrakningu vegna fyrri konunnar væri nú lokið í bili. „Þetta eru á bilinu 20 til 30 manns sem hafa bæst við inn í sóttkví núna út af þessu.“ Þá sagði hann allt á góðu róli varðandi hina hópsýkinguna. Allir væru í sóttkví sem þurftu þess eftir smitrakningu og engin ný smit hefðu bæst við. Fjölmennir viðburðir eru á dagskrá víða um land yfir sumartímann. Þannig er til að mynda stórt knattspyrnumót barna haldið um helgina á Akureyri. Sóttvarnareglur kveða á um að grípa skuli til hólfaskiptingar á viðburðum sem þessum – en dugar það til? „Við höfum vissar áhyggjur af þessu,“ sagði Rögnvaldur. „Þessi hólfaleið var farin til að það væri hægt að halda þessar hátíðir og mót sem margir voru búnir að leggja upp með að hafa. En eins og þetta er búið að þróast þá þjónar þetta ekki tilgangi sínum. Það er eitt að vera með hólfaskiptingu og svo ekkert þar fyrir utan.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31 Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31
Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34
Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13