Dæmdur fyrir að brjóta gegn barnsmóður sinni fyrir framan dóttur þeirra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2020 16:16 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þriggja mánaða, skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að barnsmóður sinni að kvöldi 16. febrúar 2018 fyrir framan dóttur þeirra. Í dóminum segir að maðurinn hafi lagt barnsmóður sína í gólfið með valdi „svo hún rakst utan í hluti og tekið hana kverkataki tvisvar sinnum, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á mjöðm, hné, öxl og upphaldlegg og línulegt mar framanvert á hálsi bæði lóðrétt og lárétt og marblett aftanvert á hálsi hægra megin.“ Þá segir að dóttir mannsins hafi verið viðstödd þegar brotið átti sér stað, og hafi hann því beitt hana ógnunum og sýnt henni yfirgang og ruddalegt athæfi. Teldust brot hans varða við almenn hegningarlög og barnaverndarlög. Við ákvörðun refsingar hafði sakaferill mannsins ekki áhrif, en hann hefur ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. Litið var til þess að maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi og hjá lögreglu. Eins var litið til þess að maðurinn hefur glímt við andleg veikindi og áfengisfíkn. „Hér fyrir dómi kvaðst hann iðrast gjörða sinna. Hann taki nauðsynleg lyf í dag og hafi verið edrú í rúmt ár,“ segir einnig í dóminum. Þó var litið til þess að háttsemi mannsins var alvarleg og ásetningur hans talinn einbeittur. Brot hans hafi verið framin á heimili brotaþola, í viðurvist ungrar dóttur þeirra. Hæfileg refsing var því talin þriggja mánaða fangelsisvist, sem fellur niður að liðnum tveimur árum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var honum gert að greiða verjanda sínum þóknun upp á 114.700 krónur, og 44.900 krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þriggja mánaða, skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að barnsmóður sinni að kvöldi 16. febrúar 2018 fyrir framan dóttur þeirra. Í dóminum segir að maðurinn hafi lagt barnsmóður sína í gólfið með valdi „svo hún rakst utan í hluti og tekið hana kverkataki tvisvar sinnum, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á mjöðm, hné, öxl og upphaldlegg og línulegt mar framanvert á hálsi bæði lóðrétt og lárétt og marblett aftanvert á hálsi hægra megin.“ Þá segir að dóttir mannsins hafi verið viðstödd þegar brotið átti sér stað, og hafi hann því beitt hana ógnunum og sýnt henni yfirgang og ruddalegt athæfi. Teldust brot hans varða við almenn hegningarlög og barnaverndarlög. Við ákvörðun refsingar hafði sakaferill mannsins ekki áhrif, en hann hefur ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. Litið var til þess að maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi og hjá lögreglu. Eins var litið til þess að maðurinn hefur glímt við andleg veikindi og áfengisfíkn. „Hér fyrir dómi kvaðst hann iðrast gjörða sinna. Hann taki nauðsynleg lyf í dag og hafi verið edrú í rúmt ár,“ segir einnig í dóminum. Þó var litið til þess að háttsemi mannsins var alvarleg og ásetningur hans talinn einbeittur. Brot hans hafi verið framin á heimili brotaþola, í viðurvist ungrar dóttur þeirra. Hæfileg refsing var því talin þriggja mánaða fangelsisvist, sem fellur niður að liðnum tveimur árum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var honum gert að greiða verjanda sínum þóknun upp á 114.700 krónur, og 44.900 krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira