Betra að ráðast á læknana sem skrifa upp á of mikið af þessum lyfjum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júlí 2020 17:00 Rapparinn Emmsjé Gauti segir fáránlegt að horfa á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Skjáskot/Youtube Emmsjé Gauti, sem gefur út plötuna Bleikt Ský í dag, er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta hlaðvarpi Sölva. Í viðtalinu segist Gauti persónulega þekkja fólk sem hefur dáið úr ofneyslu. Hann ræðir einnig um glæpavæðingu fíkniefna, tónlistina, kvíðatímabilið sem hann gekk í gegnum, trúarbrögð, guð og skoðanakúgun. Veikt fólk ekki glæpamenn „Nú þekki ég sjálfur fólk sem hefur dáið úr ofneyslu læknadóps og ég hef sjálfur fundið það þegar ég fékk skrifað upp á Parkodín Forte í massavís eftir hálskirtlatöku hvað ópíóðar eru hættulegt dæmi,“ segir Gauti í viðtalinu við Sölva og bætir við: „Ég held að það fyrsta sem þurfi að fara að gera í þessari umræðu er að ráðast á læknana sem eru að útskrifa allt of mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum sem er síðan verið að selja, eins og Oxy, Parkódín Forte og Fentanýl sem er í umferð og er að drepa fólk.“ Hann segir fáránlegt að enn sé horft á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Það sé löngu úrelt að eiga við hlutina með þessum hætti og ástæðan fyrir því að svo mikill greinarmunur sé gerður á áfengi og öðrum efnum sé fyrst og fremst vegna þess að áfengi sé samfélagslega viðurkennt og fólk sé háð því með einum eða öðrum hætti. Gauti tekur það skýrt fram að hann sé alls ekki hrifinn af fíkniefnum, en er algjörlega sannfærður um að glæpavæðing efnanna sé löngu úrelt leið til þess að eiga við vandann. „Ég vildi óska þess að það þyrfti enginn að nota fíkniefni… en ég held til dæmis að það sé augljóst að þú lagir ekki sprautufíkil með því að handtaka hann og færa hann í fangageymslu.“ Platan Bleikt ský er væntanleg á streymisveitur á miðnætti en útgáfutónleikarnir fara fram þann 18. júlí. Brotið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sölva við Gauta er komið í heild sína á Youtube. Klippa: Podcast með Sölva Tryggva - Emmsjé Gauti Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Heilbrigðismál Tónlist Tengdar fréttir Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03 Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
Emmsjé Gauti, sem gefur út plötuna Bleikt Ský í dag, er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta hlaðvarpi Sölva. Í viðtalinu segist Gauti persónulega þekkja fólk sem hefur dáið úr ofneyslu. Hann ræðir einnig um glæpavæðingu fíkniefna, tónlistina, kvíðatímabilið sem hann gekk í gegnum, trúarbrögð, guð og skoðanakúgun. Veikt fólk ekki glæpamenn „Nú þekki ég sjálfur fólk sem hefur dáið úr ofneyslu læknadóps og ég hef sjálfur fundið það þegar ég fékk skrifað upp á Parkodín Forte í massavís eftir hálskirtlatöku hvað ópíóðar eru hættulegt dæmi,“ segir Gauti í viðtalinu við Sölva og bætir við: „Ég held að það fyrsta sem þurfi að fara að gera í þessari umræðu er að ráðast á læknana sem eru að útskrifa allt of mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum sem er síðan verið að selja, eins og Oxy, Parkódín Forte og Fentanýl sem er í umferð og er að drepa fólk.“ Hann segir fáránlegt að enn sé horft á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Það sé löngu úrelt að eiga við hlutina með þessum hætti og ástæðan fyrir því að svo mikill greinarmunur sé gerður á áfengi og öðrum efnum sé fyrst og fremst vegna þess að áfengi sé samfélagslega viðurkennt og fólk sé háð því með einum eða öðrum hætti. Gauti tekur það skýrt fram að hann sé alls ekki hrifinn af fíkniefnum, en er algjörlega sannfærður um að glæpavæðing efnanna sé löngu úrelt leið til þess að eiga við vandann. „Ég vildi óska þess að það þyrfti enginn að nota fíkniefni… en ég held til dæmis að það sé augljóst að þú lagir ekki sprautufíkil með því að handtaka hann og færa hann í fangageymslu.“ Platan Bleikt ský er væntanleg á streymisveitur á miðnætti en útgáfutónleikarnir fara fram þann 18. júlí. Brotið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sölva við Gauta er komið í heild sína á Youtube. Klippa: Podcast með Sölva Tryggva - Emmsjé Gauti
Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Heilbrigðismál Tónlist Tengdar fréttir Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03 Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03
Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58