Birting draga um breytingar á stjórnarskrá feli ekki í sér skuldbindingu fyrir formenn stjórnmálaflokka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júlí 2020 13:12 Drögin byggja á vinnu formanna flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi sem staðið hefur yfir á kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Forseti mun aðeins geta setið í 12 ár í embætti og frambjóðendur til forseta munu þurfa meðmæli minnst 2,5% kosningabærra Íslendinga til að geta boðið sig fram. Þetta er meðal þess sem boðað er í drögum að breytingum á stjórnarskrá sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa á kjörtímabilinu átt reglulega fundi um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Drög að frumvarpi um breytingar á afmörkuðum hluta stjórnarskrár Íslands voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í samráðsgátt er áréttað að birting í draga samráðsgátt á þessu stigi feli ekki í sér skuldbindingu af hálfu formanna flokkanna til að standa að framlagningu frumvarpa í þessari mynd á Alþingi. Umsagnarfrestur er til 22. júlí næstkomandi. Endurskoðun á II. kafla Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent var fenginn til að semja frumvarp til stjórnarskipunarlaga í samráði við formenn flokkanna, sem fæli í sér tilteknar afmarkaðar breytingar á öðrum kafla stjórnarskrárinnar. „Mér var sem sagt falið að aðstoða við endurskoðun á öðrum kafla stjórnarskrárinnar og það er sá kafli sem lýtur að forseta Íslands og handhafa framkvæmdavalds, ríkisstjórn og ráðherrum og skildum atriðum,“ segir Skúli. „Ég held að megi segja að markmiðin með þessari endurskoðun séu kannski tvíþætt, annars vegar er að uppfæra stjórnarskrána þannig að hún endurspegli betur gildandi réttarreglur sem í sjálfu sér er enginn ágreiningur um,“ segir Skúli. Dæmi um það séu til dæmis þingræðisreglan sem lagt er til að fest verði í sessi í stjórnarskrá samkvæmt drögunum og reglur um myndun ríkisstjórnar. „Í annan stað þá er verið að gera mjög hógværar umbætur og verið að marka kannski stefnuna aðeins fram á við. Dæmi um það eru til dæmis ákvæði um umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra, það er fest í lög að hæfni og málefnaleg sjónarmið eigi að ráða förinni við skipun embættismanna,“ nefnir Skúli sem dæmi. Þessi atriði myndu kalla á einhverja endurskoðun á gildandi lögum. „Það er verið að gera talsverðar breytingar á reglum um ráðherra ábyrgð, sem sagt stjórnarskrárinnar, og landsdóm,“ útskýrir Skúli. Kjörtímabil forseta verði sex ár í stað fjögurra Breytingarnar sem lagðar eru til fela þannig annars vegar í sér ákveðnar lagfæringar og hógværar breytingar en hins vegar töluvert miklar breytingar á kjörtímabili forseta Íslands. „Það er sem sagt gert ráð fyrir því að forseti geti setið að hámarki í tvö kjörtímabil, sem væri þá að hámarki sex ár, og þarna er verið að taka mið af stjórnskipun ýmissa annarra ríkja þar sem að sú hugmynd er lögð til grundvallar að það sé óheppilegt að einn maður, einn og sami maðurinn, gegni embætti af þessu tagi of lengi,“ segir Skúli. Þá er lagt til að 2,5% til 5% kosningabærra Íslendinga í stað 1.500 meðmæla að lágmarki. Miðað við þann fjölda fólks sem nú er á kjörskrá myndi þetta þýða að frambjóðandi myndi þurfa að afla undirskrifta að lágmarki um það bil sex þúsund meðmælenda í stað 15 hundruð líkt og gert er ráð fyrir nú. Aukinn fjöldi meðmælenda eigi ekki að reisa miklar girðingar „Það er auðvitað þannig að árið 1944 þegar að núgildandi ákvæði var samið þá var fjöldi kosningabærra manna eitthvað um sjötíu þúsund og í dag er hann um 250 þúsund í síðustu kosningum, þannig að í raun og veru hefur hlutfallsleg krafa til fjölda meðmælenda lækkað mjög mikið á síðustu áratugum og hugmyndin í frumvarpinu er sú að þetta eigi að vera nokkurn vegin sama krafa og í upphafi, 1944, og jafnframt er þá talið að sú krafa sé í hófi og þetta séu ekki miklar girðingar sem þarna er verið að setja upp gagnvart frambjóðendum til forseta,“ útskýrir Skúli. Stjórnarskrá Forseti Íslands Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Forseti mun aðeins geta setið í 12 ár í embætti og frambjóðendur til forseta munu þurfa meðmæli minnst 2,5% kosningabærra Íslendinga til að geta boðið sig fram. Þetta er meðal þess sem boðað er í drögum að breytingum á stjórnarskrá sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa á kjörtímabilinu átt reglulega fundi um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Drög að frumvarpi um breytingar á afmörkuðum hluta stjórnarskrár Íslands voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í samráðsgátt er áréttað að birting í draga samráðsgátt á þessu stigi feli ekki í sér skuldbindingu af hálfu formanna flokkanna til að standa að framlagningu frumvarpa í þessari mynd á Alþingi. Umsagnarfrestur er til 22. júlí næstkomandi. Endurskoðun á II. kafla Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent var fenginn til að semja frumvarp til stjórnarskipunarlaga í samráði við formenn flokkanna, sem fæli í sér tilteknar afmarkaðar breytingar á öðrum kafla stjórnarskrárinnar. „Mér var sem sagt falið að aðstoða við endurskoðun á öðrum kafla stjórnarskrárinnar og það er sá kafli sem lýtur að forseta Íslands og handhafa framkvæmdavalds, ríkisstjórn og ráðherrum og skildum atriðum,“ segir Skúli. „Ég held að megi segja að markmiðin með þessari endurskoðun séu kannski tvíþætt, annars vegar er að uppfæra stjórnarskrána þannig að hún endurspegli betur gildandi réttarreglur sem í sjálfu sér er enginn ágreiningur um,“ segir Skúli. Dæmi um það séu til dæmis þingræðisreglan sem lagt er til að fest verði í sessi í stjórnarskrá samkvæmt drögunum og reglur um myndun ríkisstjórnar. „Í annan stað þá er verið að gera mjög hógværar umbætur og verið að marka kannski stefnuna aðeins fram á við. Dæmi um það eru til dæmis ákvæði um umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra, það er fest í lög að hæfni og málefnaleg sjónarmið eigi að ráða förinni við skipun embættismanna,“ nefnir Skúli sem dæmi. Þessi atriði myndu kalla á einhverja endurskoðun á gildandi lögum. „Það er verið að gera talsverðar breytingar á reglum um ráðherra ábyrgð, sem sagt stjórnarskrárinnar, og landsdóm,“ útskýrir Skúli. Kjörtímabil forseta verði sex ár í stað fjögurra Breytingarnar sem lagðar eru til fela þannig annars vegar í sér ákveðnar lagfæringar og hógværar breytingar en hins vegar töluvert miklar breytingar á kjörtímabili forseta Íslands. „Það er sem sagt gert ráð fyrir því að forseti geti setið að hámarki í tvö kjörtímabil, sem væri þá að hámarki sex ár, og þarna er verið að taka mið af stjórnskipun ýmissa annarra ríkja þar sem að sú hugmynd er lögð til grundvallar að það sé óheppilegt að einn maður, einn og sami maðurinn, gegni embætti af þessu tagi of lengi,“ segir Skúli. Þá er lagt til að 2,5% til 5% kosningabærra Íslendinga í stað 1.500 meðmæla að lágmarki. Miðað við þann fjölda fólks sem nú er á kjörskrá myndi þetta þýða að frambjóðandi myndi þurfa að afla undirskrifta að lágmarki um það bil sex þúsund meðmælenda í stað 15 hundruð líkt og gert er ráð fyrir nú. Aukinn fjöldi meðmælenda eigi ekki að reisa miklar girðingar „Það er auðvitað þannig að árið 1944 þegar að núgildandi ákvæði var samið þá var fjöldi kosningabærra manna eitthvað um sjötíu þúsund og í dag er hann um 250 þúsund í síðustu kosningum, þannig að í raun og veru hefur hlutfallsleg krafa til fjölda meðmælenda lækkað mjög mikið á síðustu áratugum og hugmyndin í frumvarpinu er sú að þetta eigi að vera nokkurn vegin sama krafa og í upphafi, 1944, og jafnframt er þá talið að sú krafa sé í hófi og þetta séu ekki miklar girðingar sem þarna er verið að setja upp gagnvart frambjóðendum til forseta,“ útskýrir Skúli.
Stjórnarskrá Forseti Íslands Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira