Innlent

Flug­freyjur ganga til at­kvæða­greiðslu á næstu dögum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. Unnið er nú að því að undirbúa kjörskrá að sögn Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns FFÍ.

Kjarasamningur var undirritaður af samninganefndum FFÍ og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair aðfaranótt fimmtudagsins 25. júní síðastliðinn eftir sextán klukkustunda fund og var samningurinn kynntur félagsmönnum á föstudag. Guðlaug sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún geri ráð fyrir að samningurinn verði samþykktur af félagsmönnum.

Samningurinn felur í sér talsverðar breytingar á eldri samningum að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, en þó verði áfram staðið vörð um ráðstöfunarkjör starfsfólks og vinnuumhverfi þeirra. Ein af áherslum Flugfreyjufélagsins var aukið starfsöryggi sem á að vera tryggt í nýjum samningi.

Þá var hlutafjárútboði Icelandair frestað fram í ágúst nái Icelandair að ljúka samkomulagi við helstu hagaðila sína í júlí. Viðræður við flugvélaleigusala, færsluhirði og flugvélaframleiðandann Boeing séu til að mynda enn í gangi.


Tengdar fréttir

Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst

Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð.

Á von á því að samningurinn verði samþykktur

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.