Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 09:09 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair á hluthafafundi í vor. Vísir/Vilhelm Nái Icelandair að ljúka samkomulagi við helstu hagaðila sína í júlí mun félagið hefja hlutafjárútboð í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var til kauphallar í morgun. Þar kemur einnig fram að góður árangur hafi náðst í viðræðum við marga af umræddum aðilum en samkomulag við þá er forsenda hlutafjárútboðsins. Viðræður við flugvélaleigusala, færsluhirði og flugvélaframleiðandann Boeing eru til að mynda enn í gangi. Viðræður í aðdraganda fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Félagið stefndi að því að samkomulag við helstu hagaðila lægi fyrir í dag, 29. júní, en það virðist þó ekki í höfn, ef marka má tilkynningu frá félaginu nú í morgun. Bent er á í tilkynningunni að þegar hafi náðst samningar á mikilvægum vígstöðvum. Þannig hafa til mynda verið undirritaðir nýir kjarasamningar við stéttarfélög flugmanna, flugfreyja og flugþjóna. Atkvæðagreiðsla um flugfreyjusamninginn hefst í þessari viku og gerir formaður Flugfreyjufélags Íslands ráð fyrir að hann verði samþykktur af félagsmönnum. Lýsa jákvæðum viðbrögðum kröfuhafa Þá vinnur Icelandair jafnframt með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum að útfærslu ríkisábyrgðar á láni til félagsins. „Lánafyrirgreiðsla íslenskra stjórnvalda verður þó meðal annars háð samkomulagi við kröfuhafa og að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár,“ segir í tilkynningu. Icelandair kveðst einnig hafa fengið jákvæð viðbrögð frá meginþorra kröfuhafa sem hafa lýst yfir vilja til að vinna með félaginu í gegnum það ferli sem nú stendur yfir. Samningaviðræður við nokkra lykilaðila standi aftur á móti enn yfir. „Á meðal þeirra eru flugvélaleigusalar og færsluhirðir. Félagið á jafnframt enn í samningaviðræðum við Boeing um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX vélanna og afhendingar véla sem enn eru útistandandi samkvæmt samningi. Samningaviðræður við þessa aðila hafa þokast áfram á undanförnum vikum og gætu skilað niðurstöðu á næstu dögum haldi viðræðurnar áfram á uppbyggilegum nótum,“ segir í tilkynningu. Endurskipulagning gæti tekið ár Með því að ljúka samkomulagi við fyrrnefnda aðila í júlímánuði mun Icelandair hefja hlutafjárútboð í ágúst. Fari hins vegar svo að samningaviðræður skili ekki tilætluðum árangri mun félagið þurfa að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu án aðkomu íslenskra stjórnvalda. „Slíkt ferli gæti tekið allt að tólf mánuði og á meðan á því stæði þyrfti félagið að fresta öllum greiðslum til fjármögnunaraðila félagsins.“ Þá kemur fram í tilkynningu að handbært fé Icelandair Group er nú um 150 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 21 milljarður íslenskra króna. Það metur félagið sem umfram þriggja mánaða rekstrarkostnað miðað við núverandi aðstæður. „Það er mat Icelandair Group að fjárhagsleg endurskipulagning sem byggir á gagnkvæmum samningum við kröfuhafa sé ákjósanlegasta leið félagsins til að tryggja hagsmuni allra aðila, þar með talið hluthafa, fjármögnunaraðila, birgja, viðskiptavina og starfsfólks,“ segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. 25. júní 2020 20:35 Framlengja samning um lágmarksflug til Boston Samningurinn kveður á um að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston á tímabilinu. 25. júní 2020 13:24 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Nái Icelandair að ljúka samkomulagi við helstu hagaðila sína í júlí mun félagið hefja hlutafjárútboð í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var til kauphallar í morgun. Þar kemur einnig fram að góður árangur hafi náðst í viðræðum við marga af umræddum aðilum en samkomulag við þá er forsenda hlutafjárútboðsins. Viðræður við flugvélaleigusala, færsluhirði og flugvélaframleiðandann Boeing eru til að mynda enn í gangi. Viðræður í aðdraganda fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Félagið stefndi að því að samkomulag við helstu hagaðila lægi fyrir í dag, 29. júní, en það virðist þó ekki í höfn, ef marka má tilkynningu frá félaginu nú í morgun. Bent er á í tilkynningunni að þegar hafi náðst samningar á mikilvægum vígstöðvum. Þannig hafa til mynda verið undirritaðir nýir kjarasamningar við stéttarfélög flugmanna, flugfreyja og flugþjóna. Atkvæðagreiðsla um flugfreyjusamninginn hefst í þessari viku og gerir formaður Flugfreyjufélags Íslands ráð fyrir að hann verði samþykktur af félagsmönnum. Lýsa jákvæðum viðbrögðum kröfuhafa Þá vinnur Icelandair jafnframt með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum að útfærslu ríkisábyrgðar á láni til félagsins. „Lánafyrirgreiðsla íslenskra stjórnvalda verður þó meðal annars háð samkomulagi við kröfuhafa og að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár,“ segir í tilkynningu. Icelandair kveðst einnig hafa fengið jákvæð viðbrögð frá meginþorra kröfuhafa sem hafa lýst yfir vilja til að vinna með félaginu í gegnum það ferli sem nú stendur yfir. Samningaviðræður við nokkra lykilaðila standi aftur á móti enn yfir. „Á meðal þeirra eru flugvélaleigusalar og færsluhirðir. Félagið á jafnframt enn í samningaviðræðum við Boeing um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX vélanna og afhendingar véla sem enn eru útistandandi samkvæmt samningi. Samningaviðræður við þessa aðila hafa þokast áfram á undanförnum vikum og gætu skilað niðurstöðu á næstu dögum haldi viðræðurnar áfram á uppbyggilegum nótum,“ segir í tilkynningu. Endurskipulagning gæti tekið ár Með því að ljúka samkomulagi við fyrrnefnda aðila í júlímánuði mun Icelandair hefja hlutafjárútboð í ágúst. Fari hins vegar svo að samningaviðræður skili ekki tilætluðum árangri mun félagið þurfa að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu án aðkomu íslenskra stjórnvalda. „Slíkt ferli gæti tekið allt að tólf mánuði og á meðan á því stæði þyrfti félagið að fresta öllum greiðslum til fjármögnunaraðila félagsins.“ Þá kemur fram í tilkynningu að handbært fé Icelandair Group er nú um 150 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 21 milljarður íslenskra króna. Það metur félagið sem umfram þriggja mánaða rekstrarkostnað miðað við núverandi aðstæður. „Það er mat Icelandair Group að fjárhagsleg endurskipulagning sem byggir á gagnkvæmum samningum við kröfuhafa sé ákjósanlegasta leið félagsins til að tryggja hagsmuni allra aðila, þar með talið hluthafa, fjármögnunaraðila, birgja, viðskiptavina og starfsfólks,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. 25. júní 2020 20:35 Framlengja samning um lágmarksflug til Boston Samningurinn kveður á um að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston á tímabilinu. 25. júní 2020 13:24 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. 25. júní 2020 20:35
Framlengja samning um lágmarksflug til Boston Samningurinn kveður á um að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston á tímabilinu. 25. júní 2020 13:24
„Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf