Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 09:09 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair á hluthafafundi í vor. Vísir/Vilhelm Nái Icelandair að ljúka samkomulagi við helstu hagaðila sína í júlí mun félagið hefja hlutafjárútboð í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var til kauphallar í morgun. Þar kemur einnig fram að góður árangur hafi náðst í viðræðum við marga af umræddum aðilum en samkomulag við þá er forsenda hlutafjárútboðsins. Viðræður við flugvélaleigusala, færsluhirði og flugvélaframleiðandann Boeing eru til að mynda enn í gangi. Viðræður í aðdraganda fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Félagið stefndi að því að samkomulag við helstu hagaðila lægi fyrir í dag, 29. júní, en það virðist þó ekki í höfn, ef marka má tilkynningu frá félaginu nú í morgun. Bent er á í tilkynningunni að þegar hafi náðst samningar á mikilvægum vígstöðvum. Þannig hafa til mynda verið undirritaðir nýir kjarasamningar við stéttarfélög flugmanna, flugfreyja og flugþjóna. Atkvæðagreiðsla um flugfreyjusamninginn hefst í þessari viku og gerir formaður Flugfreyjufélags Íslands ráð fyrir að hann verði samþykktur af félagsmönnum. Lýsa jákvæðum viðbrögðum kröfuhafa Þá vinnur Icelandair jafnframt með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum að útfærslu ríkisábyrgðar á láni til félagsins. „Lánafyrirgreiðsla íslenskra stjórnvalda verður þó meðal annars háð samkomulagi við kröfuhafa og að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár,“ segir í tilkynningu. Icelandair kveðst einnig hafa fengið jákvæð viðbrögð frá meginþorra kröfuhafa sem hafa lýst yfir vilja til að vinna með félaginu í gegnum það ferli sem nú stendur yfir. Samningaviðræður við nokkra lykilaðila standi aftur á móti enn yfir. „Á meðal þeirra eru flugvélaleigusalar og færsluhirðir. Félagið á jafnframt enn í samningaviðræðum við Boeing um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX vélanna og afhendingar véla sem enn eru útistandandi samkvæmt samningi. Samningaviðræður við þessa aðila hafa þokast áfram á undanförnum vikum og gætu skilað niðurstöðu á næstu dögum haldi viðræðurnar áfram á uppbyggilegum nótum,“ segir í tilkynningu. Endurskipulagning gæti tekið ár Með því að ljúka samkomulagi við fyrrnefnda aðila í júlímánuði mun Icelandair hefja hlutafjárútboð í ágúst. Fari hins vegar svo að samningaviðræður skili ekki tilætluðum árangri mun félagið þurfa að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu án aðkomu íslenskra stjórnvalda. „Slíkt ferli gæti tekið allt að tólf mánuði og á meðan á því stæði þyrfti félagið að fresta öllum greiðslum til fjármögnunaraðila félagsins.“ Þá kemur fram í tilkynningu að handbært fé Icelandair Group er nú um 150 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 21 milljarður íslenskra króna. Það metur félagið sem umfram þriggja mánaða rekstrarkostnað miðað við núverandi aðstæður. „Það er mat Icelandair Group að fjárhagsleg endurskipulagning sem byggir á gagnkvæmum samningum við kröfuhafa sé ákjósanlegasta leið félagsins til að tryggja hagsmuni allra aðila, þar með talið hluthafa, fjármögnunaraðila, birgja, viðskiptavina og starfsfólks,“ segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. 25. júní 2020 20:35 Framlengja samning um lágmarksflug til Boston Samningurinn kveður á um að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston á tímabilinu. 25. júní 2020 13:24 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Nái Icelandair að ljúka samkomulagi við helstu hagaðila sína í júlí mun félagið hefja hlutafjárútboð í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var til kauphallar í morgun. Þar kemur einnig fram að góður árangur hafi náðst í viðræðum við marga af umræddum aðilum en samkomulag við þá er forsenda hlutafjárútboðsins. Viðræður við flugvélaleigusala, færsluhirði og flugvélaframleiðandann Boeing eru til að mynda enn í gangi. Viðræður í aðdraganda fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Félagið stefndi að því að samkomulag við helstu hagaðila lægi fyrir í dag, 29. júní, en það virðist þó ekki í höfn, ef marka má tilkynningu frá félaginu nú í morgun. Bent er á í tilkynningunni að þegar hafi náðst samningar á mikilvægum vígstöðvum. Þannig hafa til mynda verið undirritaðir nýir kjarasamningar við stéttarfélög flugmanna, flugfreyja og flugþjóna. Atkvæðagreiðsla um flugfreyjusamninginn hefst í þessari viku og gerir formaður Flugfreyjufélags Íslands ráð fyrir að hann verði samþykktur af félagsmönnum. Lýsa jákvæðum viðbrögðum kröfuhafa Þá vinnur Icelandair jafnframt með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum að útfærslu ríkisábyrgðar á láni til félagsins. „Lánafyrirgreiðsla íslenskra stjórnvalda verður þó meðal annars háð samkomulagi við kröfuhafa og að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár,“ segir í tilkynningu. Icelandair kveðst einnig hafa fengið jákvæð viðbrögð frá meginþorra kröfuhafa sem hafa lýst yfir vilja til að vinna með félaginu í gegnum það ferli sem nú stendur yfir. Samningaviðræður við nokkra lykilaðila standi aftur á móti enn yfir. „Á meðal þeirra eru flugvélaleigusalar og færsluhirðir. Félagið á jafnframt enn í samningaviðræðum við Boeing um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX vélanna og afhendingar véla sem enn eru útistandandi samkvæmt samningi. Samningaviðræður við þessa aðila hafa þokast áfram á undanförnum vikum og gætu skilað niðurstöðu á næstu dögum haldi viðræðurnar áfram á uppbyggilegum nótum,“ segir í tilkynningu. Endurskipulagning gæti tekið ár Með því að ljúka samkomulagi við fyrrnefnda aðila í júlímánuði mun Icelandair hefja hlutafjárútboð í ágúst. Fari hins vegar svo að samningaviðræður skili ekki tilætluðum árangri mun félagið þurfa að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu án aðkomu íslenskra stjórnvalda. „Slíkt ferli gæti tekið allt að tólf mánuði og á meðan á því stæði þyrfti félagið að fresta öllum greiðslum til fjármögnunaraðila félagsins.“ Þá kemur fram í tilkynningu að handbært fé Icelandair Group er nú um 150 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 21 milljarður íslenskra króna. Það metur félagið sem umfram þriggja mánaða rekstrarkostnað miðað við núverandi aðstæður. „Það er mat Icelandair Group að fjárhagsleg endurskipulagning sem byggir á gagnkvæmum samningum við kröfuhafa sé ákjósanlegasta leið félagsins til að tryggja hagsmuni allra aðila, þar með talið hluthafa, fjármögnunaraðila, birgja, viðskiptavina og starfsfólks,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. 25. júní 2020 20:35 Framlengja samning um lágmarksflug til Boston Samningurinn kveður á um að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston á tímabilinu. 25. júní 2020 13:24 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. 25. júní 2020 20:35
Framlengja samning um lágmarksflug til Boston Samningurinn kveður á um að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston á tímabilinu. 25. júní 2020 13:24
„Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15