Innlent

Annað smit í at­vinnu­vega­ráðu­neytinu

Atli Ísleifsson skrifar
Sjávarútvegshúsið Skúlagötu 4
Sjávarútvegshúsið Skúlagötu 4 Vísir/Vilhelm

Annað kórónuveirusmit kom upp í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í gær eftir skimun starfsfólks. Níu starfsmenn ráðuneytisins hafa verið sendir í úrvinnslusóttkví vegna þessa.

Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytsins, segir að á föstudaginn hafi starfsmaður ráðuneytisins greinst með smit, en báðir hinir smituðu störfuðu á sömu hæð.

Ásta Sigrún segir að ráðherrar ráðuneytisins – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Kristján Þór Júlíusson – þurfi ekki að fara í sóttkví, þar sem þeir hafi ekki verið í samskiptum við þá smituðu.

Ásta Sigrún segir að öllu starfsfólki hafi verið boðið að fara í skimun og hafi flestir þegið það boð. Hún vill ekkert segja til um hvaða starfsmann um ræðir þar sem þeir njóti persónuverndar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.