Innlent

Sex mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið 217 tóbakskartonum

Andri Eysteinsson skrifar
Maðurinn, og félagar hans, stálu tóbakinu úr Fríhöfninni.
Maðurinn, og félagar hans, stálu tóbakinu úr Fríhöfninni. Vísir/Jóhann K.

Karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfelldan þjófnað úr Fríhafnarversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt þremur öðrum mönnum.

Á þrettán mánaða tímabili, frá 8. júlí 2018 til 25. ágúst 2019 er manninum gert að hafa stolið alls 217 kartonum af tóbaki að verðmæti 1.456.683 krónum í brottfarar- og komuverslunum fríhafnarinnar.

https://www.heradsdomstolar.is/domar/domur/?id=0505d270-4056-4799-aa51-245508977e5c&

Dómur féll yfir manninum í dag í héraðsdómi Reykjaness en þar kom fram að maðurinn hafi verið ákærður 6. maí 2020 fyrir „brot gegn almennum hegningarlögum, stórfelldan þjófnað, með því að hafa á tímabilinu 08.07.2018 til 25.08.2018 staðið að stórfelldum þjófnaði, í félagi við þrjá aðra, með því að hafa í alls 11 skipti keypt sér flugmiða, innritað sig í flug, farið í Fríhafnarverslanirnar, þar sem þeir tóku 217 karton af tóbaki ófrjálsri hendi en yfirgáfu flugstöðina svo án þess að fara um borð.“

Nítjánda ágúst 2018 tóku maðurinn og félagi hans alls 41 karton úr brottfararverslun og var það umfangsmesti þjófnaðurinn. Þá hafði brotahrinan hafist með þjófnaði á stöku kartoni 8. júlí 2018.

Maðurinn framdi brotinn tvo daga í röð 6. og 7. ágúst 2018 og í fimm skipti á 10 dögum frá 15. ágúst.

Krafist var þess að ákærði yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá lá einnig fyrir einkaréttarkrafa fríhafnarinnar að fjárhæð 13.266.000 krónur.

Ákærði játaði háttsemina sem hann var sakaður um en hafnaði því að verðmæti þýfisins væri það sem haldið var fram.

Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en krafa Fríhafnarinnar þótti ekki dómtæk þar sem að gögn skorti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.