Innlent

Tveir greindust með veiruna og fjölgar um hundrað í sóttkví

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Einn greindist með veiruna á veirufræðideild Landspítalans síðasta sólarhringinn.
Einn greindist með veiruna á veirufræðideild Landspítalans síðasta sólarhringinn. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús

Tveir greindust með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn; einn við landamæraskimun og hinn á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, samkvæmt tölum á Covid.is sem uppfærðar voru klukkan ellefu nú í morgun. Tólf virk smit eru nú á landinu en voru ellefu í gær. 443 eru í sóttkví og fjölgar þar um rúmlega hundrað milli daga. Staðfest smit frá upphafi faraldurs eru 1840.

Innanlandssmit frá 15. júní eru nú orðin fimm. Tuttugu og tvö smit má rekja til útlanda en þrjú eru skráð með óþekkt upprunaland á Covid.is. 

Samkvæmt þessum tölum hafa alls þrjátíu greinst með veiruna frá 15. júní. Þó ber að geta að aðeins fjórir af þeim tuttugu og tveimur sem greinst hafa við landamæraskimun eru smitandi. Nítján eru með svokölluð gömul smit og eru ekki smitandi.

Tekin voru 1365 sýni við landamæraskimun síðasta sólarhringinn og 234 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sextán sýni voru tekin á veirufræðideild Landspítala.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.