Innlent

Forsetinn og fleiri fara yfir kosningarnar í Víglínunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, nýendurkjörinn forseti Íslands, verður gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Guðni hlaut 92,2% atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Það er hlutfallslega næstbesta kosning sem forseti hefur hlotið í lýðveldissögunni. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklín Jónsson, hlaut 7,8% atkvæða.

Þátturinn verður að öllu leyti tileinkaður forsetakosningum en í síðari hluta þáttarins verður rætt við Ragnhildi Helgadóttur, lagaprófessor og sviðsforseta við Háskólann í Reykjavík, og rýnt nánar í niðurstöður kosninganna og forsetaembættið.

Þátturinn er sá síðasti fyrir sumarfrí og hefst í beinni útsendingu og opinni dagskrá klukkan 17:40 á Stöð 2 og Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.