Innlent

„Þetta var svona Davíð og Golíat móment“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Guðmundur Franklín Jónsson segist alltaf vera sigurviss en raunsær.
Guðmundur Franklín Jónsson segist alltaf vera sigurviss en raunsær. Vísir/Berghildur

Guðmundur Franklín Jónsson hlaut 7,8% atkvæða í forsetakosningunum í gær. Aðspurður segist hann ekki vera vonsvikinn. 

„Nei alls ekki, ég er alltaf sigurviss fyrir allt sem ég geri. Þetta eru 13.000 atkvæði og ég bara þakka innilega fyrir þau,“ segir Guðmundur. 

Aðspurður um hvort hann hafi þá fyrst og fremst verið að vekja athygli á eigin málstað frekar en að sækjast eftir embættinu svarar Guðmundur. 

 Já fyrst og fremst að vekja athygli á auðlindum okkar og hugsanlegri sölu þeirra út af covid-19 því ég er svo hræddur um að þeir segi nú, hér varð Covid, eins og þeir sögðu áður, hér var hrun.

Guðmundur segir að hann hafi séð tækifæri á að koma sínum baráttumálum á framfæri þegar engin bauð sig fram gegn Guðna. 

„Ég sá að það ætlaði enginn að bjóða sig fram gegn Guðna. Mér fannst gullið tækifæri að koma þessu mínum baráttumálum til skila til þjóðarinnar. Fyrst og fremst var ég að bjóða mig fram til forseta. Ef ég hefði unnið hefði það verið glæsilegt, en ég er mjög raunsær maður og sitjandi forseti hefur alltaf unnið. Ég gerði mér grein fyrir að það væri við ofurefli að etja, þetta var svona Davíð og Golíat móment,“ segir Guðmundur.

Guðmundur segir að framboðið hafi kostað um tvær milljónir króna.

„Þetta var svolítið dýrt náttúrulega þetta kostaði tvær milljónir með öllu og ég greiddi mikinn hluta af þeim úr eigin vasa,“ segir Guðmundur. 


Tengdar fréttir

Vildi vekja fólk til umhugsunar

„Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi.

Vildi vekja fólk til umhugsunar

„Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi.

Guðni með yfirburðasigur

Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×