Innlent

Minni kosninga­þátt­taka en í síðustu tveimur for­seta­kosningum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Færri mættu á kjörstað í ár en í síðustu tveimur forsetakosningum. 
Færri mættu á kjörstað í ár en í síðustu tveimur forsetakosningum.  Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti í gær með 92,2% atkvæða. Guðmundur Franklín Jónsson fékk 7,8% atkvæða. Kjörsókn var minni en í síðustu tvennum forsetakosningum. 

Lokatölur úr forsetakosningunum í gær lágu fyrir um klukkan hálf átta í morgun. Kjörsókn á öllu landinu var 66,9%. Þetta er þó nokkuð minni kjörsókn en í síðustu forsetakosningum árið 2016 þegar kosningaþátttakan var 75,7% og árið 2012 þegar hún var 69,2%.

Guðni Th. Jóhannesson forseti fékk 150.913 atkvæði eða 92,2% atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson 12.797 atkvæði eða 7,8% atkvæða. Auðir og ógildir seðlar voru 5.111 talsins. Þetta er svipað hlutfall og hefur komið fram í helstu skoðanakönnunum. Í skoðanakönnun Gallup frá 24. júní kom fram að um 93,5% ætluðu að kjósa Guðna og tæplega 7% Guðmund Franklín .

Guðni fékk um 92% atkvæða í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Guðmundur Franklín tæplega 8%. Það varð einnig niðurstaða í norðvesturkjördæmi.

Guðni fékk um 90% atkvæða í suðvesturkjördæmi og mótframbjóðandinn um 7% atkvæða.

Í Norðausturkjördæmi skiptust atkvæðin þannig að Guðni fékk 93,4% og Guðmundur Franklín 6,6%

Í Suðurkjördæmi fékk Guðni rúmlega 90% atkvæða og Guðmundur Franklín tæp 9%.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×