Innlent

Arn­fríður Sól­rún tekur við af Ragn­heiði

Sylvía Hall skrifar
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Hörpu í desember.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Hörpu í desember. Vísir/Vilhelm

Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verður verkefnastjóri Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Reykjavík sem fram fara í desember. Hún tekur við af Ragnheiði Elínu Árnadóttur sem sagði upp vegna samstarfsörðugleika við Örnu Schram, formann stjórnarinnar.

Í samtali í fréttastofu segir Arna að stjórnin muni ekki senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Liggur þó fyrir að Arnfríður taki við starfinu, en hún er sérfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu.

Hvorki Arna né Ragnheiður vilja tjá sig frekar um starfslokin. Þó greindi Ragnheiður frá því á Facebook að samstarfsörðugleikar milli þeirra tveggja væri ástæðan en hún hefði annars átt gott samstarf við „alla þá fjölmörgu samstarfsaðila þessa skemmtilega verkefnis og við starfsfólks EFA í Berlín.“

„Nú verður það hins vegar annarra að ljúka því og óska ég þeim öllum velfarnaðar og þess að EFA 2020 verði hin glæsilegasta og okkur öllum sem að henni hafa komið til sóma,“ skrifaði Ragnheiður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×