„Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2020 10:30 Edda Pálsdóttir er sérnámslæknir á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. Ríflega fimm þúsund manns hafa nú látist úr veirunni í Svíþjóð og má segja að sá hópur sem taldi Svía vera einu þjóð veraldar sem hefði tekið skynsamlega á faraldrinum sé ekki jafn hávær og hann var áður. Ísland í dag ákvað að kynna sér málið og fór Frosti Logason í fyrstu vél til Svíþjóðar eftir að opnað var fyrir ferðamenn til og frá Íslandi án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu. Í Svíþjóð hitti hann fyrir Eddu Pálsdóttur en hún er sérnámslæknir á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Hún hefur síðan í febrúar starfað þar á stærstu Covidgjörgæslu spítalans þar sem hún sinnir mjög illa höldnum sjúklingum við krefjandi aðstæður. Deildin hennar er undir venjulegum kringumstæðum með fjögur gjörgæslupláss en þeim hefur nú verið fjölgað í 18 eingöngu til að sinna sem veikir eru af Covid. Fimmtíu dagar á gjörgæslu „Það sem var gert mjög snemma í faraldrinum var að aðgerðum var frestað, öllum sem ekki þurfti að gera strax og þá var hægt að fá mönnun þaðan í formi skurðhjúkrunarfræðinga og svæfingarhjúkrunarfræðinga sem eru ekki venjulega að vinna á gjörgæslu. Þau fengu stuttan kúrs hvernig þau ættu að vinna í þessu umhverfi og ég ber endalausa virðingu fyrir þessu fólki og hvernig það er búið að takast á við þessa áskorun sem er ekki auðveld,“ segir Edda sem upplifir sannarlega að vera með líf sjúklinganna í lúkunum. Það hefur komið Eddu mest á óvart í öllu ferlinu hvað fólkið er rosalega veikt. „Og hversu lengi það er veikt. Það er það sem veldur þessu mikla álagi. Venjulega liggur fólk í þrjá, fjóra daga á gjörgæslu og svo er hægt að útskrifa af gjörgæsludeild. Hérna er fólk í öndunarvél í tvær vikur að meðaltali og við höfum verið með sjúklinga sem hafa verið á gjörgæsludeild í yfir fimmtíu daga.“ Edda þarf ávallt að vera vel búin í starfinu á Covid-gjörgæsludeildinni. Edda bendir á að allir sjúklingarnir á hennar deildir séu í öndunarvél en eðli málsins samkvæmt eru allir þeir sem ekki geta andað sjálfir í krítísku ástandi þar sem dánarlíkur aukast til muna. Þrátt fyrir það hefur árangurinn spítalans verið góður því um 80% skjólstæðinga Covidgjörgæslunnar á Sahlgrenska hefur lifað af sem er nokkuð gott í samanburði við aðrar þjóðir. „Það sem hefur verið erfiðast er að fólkið sem liggur hjá okkur fær ekki að hitta ættingja sína og að reyna að miðla upplýsingum um það hvernig gangi í gegnum síma er mjög erfitt.“ Samkvæmt nýrri könnun sem Dagens Nyheter birti í vikunni hefur trú Svía á getu stjórnvalda til að ráða við Covid 19 faraldurinn minnkað síðan í apríl. Þá höfðu 56% mikla trú á stjórnvöldum en nú eru það 45%. En hvað segir starfsfólkið á spítalanum? Svíar gagnrýna almennt ekki stefnuna „Það fer kannski svolítið eftir því hvern þú spyrð. Ég held að Svíar almennt séu ekki mikið að gagnrýna þessa stefnu en fyrir okkur sem eru útlendingar hérna og höfum okkar heimalönd til að bera saman við þá hafa alveg komið augnablik þar sem maður er svolítið hissa og skilur ekki af hverju það er verið að gera hlutina með þessum hætti. Ég er enginn faraldsfræðingur og finnst ég ekki geta skipað fyrir hvernig þetta á að vera.“ Edda og aðrir íslenskir kollegar hennar hafa líka spurt að því hvers vegna Svíþjóð væri ekki með virkt rakningarteymi eins og notað hefur verið með góðum árangri hér á Íslandi en iðulega fengið þau svör að Ísland séu auðvitað miklu minna land sem að auki búi við þau forréttindi að vera eyja. En almennt sér fólk það ekki fyrir sér að hægt sé að setja af stað rakningarteymi á þessum tímapunkti þegar samfélagssmit er orðið jafn mikið og raun ber vitni í svo stóru landi eins og Svíþjóð er. „Þessi stefna sem er í gangi hér reiðir sig svolítið á að fólk hagi sér skynsamlega og ég held að langflestir geri það. Þá er sérstaklega biðlað til fólks sem er í áhættuhópum að halda sig heima.“ Edda segir að engin í Svíþjóð mundi nokkurn tímann svara því játandi að þar hafi verið tekin upp stefna sem fyrst og fremst hafi átt að vernda efnahagslífið en engu að síður spyrji sig margir þeirrar spurningar. „Þetta er ekki alveg einfalt. Það sem gerist þegar þú lokar öllu og fólk verður rosalega hrætt við það að fara út að það er að koma inn á spítala út af einhverju sem það átti að vera löngu komið út af. Fólk sem er með útbrunninn hjartaverk út af því að það kom ekki strax þegar það fékk verk í brjóstið. Svo skapast félagsleg vandamál þegar fólk er mikið heima og auðvitað er þetta flókið og margar hliðar á þessu. Það koma samt fram mjög loðin svör og það vill enginn segja að við höfum ákveðið að vernda efnahaginn í staðinn fyrir fólk.“ Ástandið á Sahlgrenska sjúkrahúsinu var verst í lok apríl þegar öll 18 gjörgæslurýminu voru í notkun en þó álagið sé enn gríðarlegt segir Edda sjúklingum í það minnsta ekki lengur vera að fjölga. „Það er samt ákveðin ótti að núna komi aftur aukin tíðni smita, bæði út af því að fólk er komið í frí, það eru búnar að vera margar veislur og mikið um mótmæli í sambandi við Black lives matter eins og fólk heyrir í fréttum og það er ekki heppilegt þegar það er svona mikið smit í gangi í samfélaginu. Þetta er búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni. Á sama tíma er með mjög stolt að geta tekið þátt í þessu og geta lagt eitthvað af mörkum. Það hafa komið vinnudagar og sama hvað ég geri þá heldur sjúklingnum áfram að versna. Ég geri allt sem mig dettur í hug og viðkomandi verður bara verri og verri og þá hugsar maður hvað er þetta sem við erum að eiga við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. Ríflega fimm þúsund manns hafa nú látist úr veirunni í Svíþjóð og má segja að sá hópur sem taldi Svía vera einu þjóð veraldar sem hefði tekið skynsamlega á faraldrinum sé ekki jafn hávær og hann var áður. Ísland í dag ákvað að kynna sér málið og fór Frosti Logason í fyrstu vél til Svíþjóðar eftir að opnað var fyrir ferðamenn til og frá Íslandi án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu. Í Svíþjóð hitti hann fyrir Eddu Pálsdóttur en hún er sérnámslæknir á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Hún hefur síðan í febrúar starfað þar á stærstu Covidgjörgæslu spítalans þar sem hún sinnir mjög illa höldnum sjúklingum við krefjandi aðstæður. Deildin hennar er undir venjulegum kringumstæðum með fjögur gjörgæslupláss en þeim hefur nú verið fjölgað í 18 eingöngu til að sinna sem veikir eru af Covid. Fimmtíu dagar á gjörgæslu „Það sem var gert mjög snemma í faraldrinum var að aðgerðum var frestað, öllum sem ekki þurfti að gera strax og þá var hægt að fá mönnun þaðan í formi skurðhjúkrunarfræðinga og svæfingarhjúkrunarfræðinga sem eru ekki venjulega að vinna á gjörgæslu. Þau fengu stuttan kúrs hvernig þau ættu að vinna í þessu umhverfi og ég ber endalausa virðingu fyrir þessu fólki og hvernig það er búið að takast á við þessa áskorun sem er ekki auðveld,“ segir Edda sem upplifir sannarlega að vera með líf sjúklinganna í lúkunum. Það hefur komið Eddu mest á óvart í öllu ferlinu hvað fólkið er rosalega veikt. „Og hversu lengi það er veikt. Það er það sem veldur þessu mikla álagi. Venjulega liggur fólk í þrjá, fjóra daga á gjörgæslu og svo er hægt að útskrifa af gjörgæsludeild. Hérna er fólk í öndunarvél í tvær vikur að meðaltali og við höfum verið með sjúklinga sem hafa verið á gjörgæsludeild í yfir fimmtíu daga.“ Edda þarf ávallt að vera vel búin í starfinu á Covid-gjörgæsludeildinni. Edda bendir á að allir sjúklingarnir á hennar deildir séu í öndunarvél en eðli málsins samkvæmt eru allir þeir sem ekki geta andað sjálfir í krítísku ástandi þar sem dánarlíkur aukast til muna. Þrátt fyrir það hefur árangurinn spítalans verið góður því um 80% skjólstæðinga Covidgjörgæslunnar á Sahlgrenska hefur lifað af sem er nokkuð gott í samanburði við aðrar þjóðir. „Það sem hefur verið erfiðast er að fólkið sem liggur hjá okkur fær ekki að hitta ættingja sína og að reyna að miðla upplýsingum um það hvernig gangi í gegnum síma er mjög erfitt.“ Samkvæmt nýrri könnun sem Dagens Nyheter birti í vikunni hefur trú Svía á getu stjórnvalda til að ráða við Covid 19 faraldurinn minnkað síðan í apríl. Þá höfðu 56% mikla trú á stjórnvöldum en nú eru það 45%. En hvað segir starfsfólkið á spítalanum? Svíar gagnrýna almennt ekki stefnuna „Það fer kannski svolítið eftir því hvern þú spyrð. Ég held að Svíar almennt séu ekki mikið að gagnrýna þessa stefnu en fyrir okkur sem eru útlendingar hérna og höfum okkar heimalönd til að bera saman við þá hafa alveg komið augnablik þar sem maður er svolítið hissa og skilur ekki af hverju það er verið að gera hlutina með þessum hætti. Ég er enginn faraldsfræðingur og finnst ég ekki geta skipað fyrir hvernig þetta á að vera.“ Edda og aðrir íslenskir kollegar hennar hafa líka spurt að því hvers vegna Svíþjóð væri ekki með virkt rakningarteymi eins og notað hefur verið með góðum árangri hér á Íslandi en iðulega fengið þau svör að Ísland séu auðvitað miklu minna land sem að auki búi við þau forréttindi að vera eyja. En almennt sér fólk það ekki fyrir sér að hægt sé að setja af stað rakningarteymi á þessum tímapunkti þegar samfélagssmit er orðið jafn mikið og raun ber vitni í svo stóru landi eins og Svíþjóð er. „Þessi stefna sem er í gangi hér reiðir sig svolítið á að fólk hagi sér skynsamlega og ég held að langflestir geri það. Þá er sérstaklega biðlað til fólks sem er í áhættuhópum að halda sig heima.“ Edda segir að engin í Svíþjóð mundi nokkurn tímann svara því játandi að þar hafi verið tekin upp stefna sem fyrst og fremst hafi átt að vernda efnahagslífið en engu að síður spyrji sig margir þeirrar spurningar. „Þetta er ekki alveg einfalt. Það sem gerist þegar þú lokar öllu og fólk verður rosalega hrætt við það að fara út að það er að koma inn á spítala út af einhverju sem það átti að vera löngu komið út af. Fólk sem er með útbrunninn hjartaverk út af því að það kom ekki strax þegar það fékk verk í brjóstið. Svo skapast félagsleg vandamál þegar fólk er mikið heima og auðvitað er þetta flókið og margar hliðar á þessu. Það koma samt fram mjög loðin svör og það vill enginn segja að við höfum ákveðið að vernda efnahaginn í staðinn fyrir fólk.“ Ástandið á Sahlgrenska sjúkrahúsinu var verst í lok apríl þegar öll 18 gjörgæslurýminu voru í notkun en þó álagið sé enn gríðarlegt segir Edda sjúklingum í það minnsta ekki lengur vera að fjölga. „Það er samt ákveðin ótti að núna komi aftur aukin tíðni smita, bæði út af því að fólk er komið í frí, það eru búnar að vera margar veislur og mikið um mótmæli í sambandi við Black lives matter eins og fólk heyrir í fréttum og það er ekki heppilegt þegar það er svona mikið smit í gangi í samfélaginu. Þetta er búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni. Á sama tíma er með mjög stolt að geta tekið þátt í þessu og geta lagt eitthvað af mörkum. Það hafa komið vinnudagar og sama hvað ég geri þá heldur sjúklingnum áfram að versna. Ég geri allt sem mig dettur í hug og viðkomandi verður bara verri og verri og þá hugsar maður hvað er þetta sem við erum að eiga við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira