Creditinfo biður Persónuvernd um að meta hvort lög hafi verið brotin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 22:45 Reynir Grétarsson er eigandi og stjórnarformaður Creditinfo. Aðsend Reynir Grétarsson, eigandi og stjórnarformaður Creditinfo, er ósáttur við afstöðu Neytendasamtakanna gagnvart fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur beðið Persónuvernd um að meta hvort það hafi gerst brotlegt við lög. Fyrr í dag var greint frá því að Neytendasamtökin og ASÍ hafi gert alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi fyrirtækisins í umsögn sinnar til Persónuverndar um leyfið, sem þau vilji láta endurskoða. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Sendu Persónuvernd erindi og báðu um úttekt Í samtali við Vísi segir Reynir að Creditinfo hafi í dag sent erindi á Persónuvernd þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki út hvort eitthvað í starfsemi fyrirtækisins teldist brjóta í bága við lög. „Ef svo er þá verður fyrirtækið sektað eða missir starfsleyfið, eða önnur úrræði sem eru fyrir hendi verða nýtt. Ef ekki þá vonandi hættir þetta,“ segir Reynir og vísar þar til þess að Neytendasamtökin hafi ítrekað haldið því fram að eitthvað í starfsemi Creditinfo bryti í bága við lög. Segir Reynir að mikið hafi borið á þessu frá því Breki Karlsson tók við formennsku samtakanna. Reynir bendir þá á að samskonar starfsemi og sú sem Creditinfo stundar, tíðkist í nágrannalöndum Íslands. Starfsemin hér á landi sé í raun byggð á nákvæmlega eins fyrirtæki og er starfrækt í Danmörku. Eini tilfinnanlegi munurinn sé að hér á landi séu strangari reglur um starfsemina. Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um að ríkið taki að sér það hlutverk sem fyrirtækið gegnir. „Ríkið hins vegar stundar þessa starfsemi helst í Kína, Simbabve og Írak, þess háttar löndum. Það má svo sem læra af þeim eins og öllum öðrum, en ég átta mig ekki á því á hvað vegferð menn eru.“ Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Reynt að funda en alltaf sama niðurstaða Reynir segir að síðustu yfirlýsingar frá sömu aðilum og tjá sig nú um fyrirtækið, það er ASÍ og Neytendasamtökunum, hafi komið í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor. „Þegar Covid kom, þá kom yfirlýsing um að það ætti að loka Creditinfo á meðan Covid væri að ganga yfir. Það myndi einfaldlega leiða til þess að fólk gæti ekki fengið lán. Ég held það ríki ákveðinn misskilningur um tilganginn með þessu. Það er auðvitað þannig að yfir 90% af fólki stendur í skilum og það getur sýnt fram á það með því að það sé kannað hvort það sé fjárnám eða eitthvað slíkt sem hefur verið gert hjá viðkomandi.“ Reynir segir að Creditinfo hafi í gegn um tíðina fundað með Neytendasamtökunum vegna málsins. „Við höfum boðið þeim á fundi og farið yfir málin til þess að ræða hvað er hægt að bæta. Það fer alltaf á sama veg, þau stökkva fram og koma með yfirlýsingar um lögbrot og þess háttar. Mér finnst það ekki alveg vera besta leiðin til þess að vinna þetta.“ Persónuvernd Neytendur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Reynir Grétarsson, eigandi og stjórnarformaður Creditinfo, er ósáttur við afstöðu Neytendasamtakanna gagnvart fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur beðið Persónuvernd um að meta hvort það hafi gerst brotlegt við lög. Fyrr í dag var greint frá því að Neytendasamtökin og ASÍ hafi gert alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi fyrirtækisins í umsögn sinnar til Persónuverndar um leyfið, sem þau vilji láta endurskoða. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Sendu Persónuvernd erindi og báðu um úttekt Í samtali við Vísi segir Reynir að Creditinfo hafi í dag sent erindi á Persónuvernd þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki út hvort eitthvað í starfsemi fyrirtækisins teldist brjóta í bága við lög. „Ef svo er þá verður fyrirtækið sektað eða missir starfsleyfið, eða önnur úrræði sem eru fyrir hendi verða nýtt. Ef ekki þá vonandi hættir þetta,“ segir Reynir og vísar þar til þess að Neytendasamtökin hafi ítrekað haldið því fram að eitthvað í starfsemi Creditinfo bryti í bága við lög. Segir Reynir að mikið hafi borið á þessu frá því Breki Karlsson tók við formennsku samtakanna. Reynir bendir þá á að samskonar starfsemi og sú sem Creditinfo stundar, tíðkist í nágrannalöndum Íslands. Starfsemin hér á landi sé í raun byggð á nákvæmlega eins fyrirtæki og er starfrækt í Danmörku. Eini tilfinnanlegi munurinn sé að hér á landi séu strangari reglur um starfsemina. Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um að ríkið taki að sér það hlutverk sem fyrirtækið gegnir. „Ríkið hins vegar stundar þessa starfsemi helst í Kína, Simbabve og Írak, þess háttar löndum. Það má svo sem læra af þeim eins og öllum öðrum, en ég átta mig ekki á því á hvað vegferð menn eru.“ Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Reynt að funda en alltaf sama niðurstaða Reynir segir að síðustu yfirlýsingar frá sömu aðilum og tjá sig nú um fyrirtækið, það er ASÍ og Neytendasamtökunum, hafi komið í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor. „Þegar Covid kom, þá kom yfirlýsing um að það ætti að loka Creditinfo á meðan Covid væri að ganga yfir. Það myndi einfaldlega leiða til þess að fólk gæti ekki fengið lán. Ég held það ríki ákveðinn misskilningur um tilganginn með þessu. Það er auðvitað þannig að yfir 90% af fólki stendur í skilum og það getur sýnt fram á það með því að það sé kannað hvort það sé fjárnám eða eitthvað slíkt sem hefur verið gert hjá viðkomandi.“ Reynir segir að Creditinfo hafi í gegn um tíðina fundað með Neytendasamtökunum vegna málsins. „Við höfum boðið þeim á fundi og farið yfir málin til þess að ræða hvað er hægt að bæta. Það fer alltaf á sama veg, þau stökkva fram og koma með yfirlýsingar um lögbrot og þess háttar. Mér finnst það ekki alveg vera besta leiðin til þess að vinna þetta.“
Persónuvernd Neytendur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira