Vilja láta endurskoða starfsleyfi Creditinfo Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2020 13:21 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/vilhelm Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Meðal annars byggir starfsleyfið á lögum sem ekki eru í gildi, það er að segja hafa verið felld niður. Þá hefur Creditinfo haft hag af því að brotið sé á starfsleyfinu. Síðan þarf meintur skuldari að færa sönnur á skuldleysi sitt sem felur í sér öfugri sönnunarbyrði sem ekki samræmist meginstefnu neytendalaga.“ Málafjöldi Persónuverndar hljóti að vekja upp spurningar Neytendasamtökin telja mun eðlilegra að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga og skrá yfir þær væri á höndum hins opinbera. „En ef við ætlum að fela þessa vinnslu einkafyrirtæki þá verður að gera mjög ríkar kröfur til þess og slíkt fyrirtæki þarf að sýna mikla ábyrgð í sinni starfsemi og því miður, ef við lítum á málafjölda hjá Persónuvernd varðandi Creditinfo - sem er í rauninni eina fyrirtækið sem stundar þessa starfsemi hér á landi - ef við horfum á málafjöldann þá er hann slíkur að það hlýtur að vekja upp spurningar um hvort fyrirtækinu sé hreint og beint treystandi til að stunda þessa starfsemi.“ Hefur fólk leitað mikið til ykkar hjá Neytendasamtökunum sem telja á sér brotið vegna Creditinfo? „Já, í tengslum við smálánamálin sem hafa mikið komið inn á borð til okkar. Það hefur komið upp mikill fjöldi mála, mýmörg mál, sem varða brot Creditinfo á starfsleyfi sínu. Við höfum bæði kvartað til Persónuverndar varðandi þau og núna í kjölfarið sendum við umsögn um starfsleyfið í heild sinni til Persónuverndar og vonum að það komi nú til alvarlegrar skoðunar.“ Breki segir ábyrgð Persónuverndar í málinu vera mikla. Hún eigi að sjá til þess að staðið sé vörð um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar borgaranna. „Samkvæmt persónuverndarlögum þá er vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga óheimil nema með starfsleyfi sem Persónuvernd gefur út og það er þá náttúrulega á herðum Persónuverndar að sjá til þess að starfsleyfið sé þannig úr garði gert að neytendur séu varðir og að fyrirtækið fari þá eftir þeim kröfum sem til þess er gert.“ Breki vill að lokum vekja fólk til umhugsunar. „Við viljum að fólk velti því fyrir sér að í hvert skipti sem það tekur lán eða sækir um fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, bönkum, lífeyrissjóðum og tryggingum jafnvel, þá er þeim flett upp hjá einkafyrirtæki. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.“ Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Meðal annars byggir starfsleyfið á lögum sem ekki eru í gildi, það er að segja hafa verið felld niður. Þá hefur Creditinfo haft hag af því að brotið sé á starfsleyfinu. Síðan þarf meintur skuldari að færa sönnur á skuldleysi sitt sem felur í sér öfugri sönnunarbyrði sem ekki samræmist meginstefnu neytendalaga.“ Málafjöldi Persónuverndar hljóti að vekja upp spurningar Neytendasamtökin telja mun eðlilegra að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga og skrá yfir þær væri á höndum hins opinbera. „En ef við ætlum að fela þessa vinnslu einkafyrirtæki þá verður að gera mjög ríkar kröfur til þess og slíkt fyrirtæki þarf að sýna mikla ábyrgð í sinni starfsemi og því miður, ef við lítum á málafjölda hjá Persónuvernd varðandi Creditinfo - sem er í rauninni eina fyrirtækið sem stundar þessa starfsemi hér á landi - ef við horfum á málafjöldann þá er hann slíkur að það hlýtur að vekja upp spurningar um hvort fyrirtækinu sé hreint og beint treystandi til að stunda þessa starfsemi.“ Hefur fólk leitað mikið til ykkar hjá Neytendasamtökunum sem telja á sér brotið vegna Creditinfo? „Já, í tengslum við smálánamálin sem hafa mikið komið inn á borð til okkar. Það hefur komið upp mikill fjöldi mála, mýmörg mál, sem varða brot Creditinfo á starfsleyfi sínu. Við höfum bæði kvartað til Persónuverndar varðandi þau og núna í kjölfarið sendum við umsögn um starfsleyfið í heild sinni til Persónuverndar og vonum að það komi nú til alvarlegrar skoðunar.“ Breki segir ábyrgð Persónuverndar í málinu vera mikla. Hún eigi að sjá til þess að staðið sé vörð um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar borgaranna. „Samkvæmt persónuverndarlögum þá er vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga óheimil nema með starfsleyfi sem Persónuvernd gefur út og það er þá náttúrulega á herðum Persónuverndar að sjá til þess að starfsleyfið sé þannig úr garði gert að neytendur séu varðir og að fyrirtækið fari þá eftir þeim kröfum sem til þess er gert.“ Breki vill að lokum vekja fólk til umhugsunar. „Við viljum að fólk velti því fyrir sér að í hvert skipti sem það tekur lán eða sækir um fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, bönkum, lífeyrissjóðum og tryggingum jafnvel, þá er þeim flett upp hjá einkafyrirtæki. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.“
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira