Vilja láta endurskoða starfsleyfi Creditinfo Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2020 13:21 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/vilhelm Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Meðal annars byggir starfsleyfið á lögum sem ekki eru í gildi, það er að segja hafa verið felld niður. Þá hefur Creditinfo haft hag af því að brotið sé á starfsleyfinu. Síðan þarf meintur skuldari að færa sönnur á skuldleysi sitt sem felur í sér öfugri sönnunarbyrði sem ekki samræmist meginstefnu neytendalaga.“ Málafjöldi Persónuverndar hljóti að vekja upp spurningar Neytendasamtökin telja mun eðlilegra að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga og skrá yfir þær væri á höndum hins opinbera. „En ef við ætlum að fela þessa vinnslu einkafyrirtæki þá verður að gera mjög ríkar kröfur til þess og slíkt fyrirtæki þarf að sýna mikla ábyrgð í sinni starfsemi og því miður, ef við lítum á málafjölda hjá Persónuvernd varðandi Creditinfo - sem er í rauninni eina fyrirtækið sem stundar þessa starfsemi hér á landi - ef við horfum á málafjöldann þá er hann slíkur að það hlýtur að vekja upp spurningar um hvort fyrirtækinu sé hreint og beint treystandi til að stunda þessa starfsemi.“ Hefur fólk leitað mikið til ykkar hjá Neytendasamtökunum sem telja á sér brotið vegna Creditinfo? „Já, í tengslum við smálánamálin sem hafa mikið komið inn á borð til okkar. Það hefur komið upp mikill fjöldi mála, mýmörg mál, sem varða brot Creditinfo á starfsleyfi sínu. Við höfum bæði kvartað til Persónuverndar varðandi þau og núna í kjölfarið sendum við umsögn um starfsleyfið í heild sinni til Persónuverndar og vonum að það komi nú til alvarlegrar skoðunar.“ Breki segir ábyrgð Persónuverndar í málinu vera mikla. Hún eigi að sjá til þess að staðið sé vörð um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar borgaranna. „Samkvæmt persónuverndarlögum þá er vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga óheimil nema með starfsleyfi sem Persónuvernd gefur út og það er þá náttúrulega á herðum Persónuverndar að sjá til þess að starfsleyfið sé þannig úr garði gert að neytendur séu varðir og að fyrirtækið fari þá eftir þeim kröfum sem til þess er gert.“ Breki vill að lokum vekja fólk til umhugsunar. „Við viljum að fólk velti því fyrir sér að í hvert skipti sem það tekur lán eða sækir um fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, bönkum, lífeyrissjóðum og tryggingum jafnvel, þá er þeim flett upp hjá einkafyrirtæki. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.“ Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Meðal annars byggir starfsleyfið á lögum sem ekki eru í gildi, það er að segja hafa verið felld niður. Þá hefur Creditinfo haft hag af því að brotið sé á starfsleyfinu. Síðan þarf meintur skuldari að færa sönnur á skuldleysi sitt sem felur í sér öfugri sönnunarbyrði sem ekki samræmist meginstefnu neytendalaga.“ Málafjöldi Persónuverndar hljóti að vekja upp spurningar Neytendasamtökin telja mun eðlilegra að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga og skrá yfir þær væri á höndum hins opinbera. „En ef við ætlum að fela þessa vinnslu einkafyrirtæki þá verður að gera mjög ríkar kröfur til þess og slíkt fyrirtæki þarf að sýna mikla ábyrgð í sinni starfsemi og því miður, ef við lítum á málafjölda hjá Persónuvernd varðandi Creditinfo - sem er í rauninni eina fyrirtækið sem stundar þessa starfsemi hér á landi - ef við horfum á málafjöldann þá er hann slíkur að það hlýtur að vekja upp spurningar um hvort fyrirtækinu sé hreint og beint treystandi til að stunda þessa starfsemi.“ Hefur fólk leitað mikið til ykkar hjá Neytendasamtökunum sem telja á sér brotið vegna Creditinfo? „Já, í tengslum við smálánamálin sem hafa mikið komið inn á borð til okkar. Það hefur komið upp mikill fjöldi mála, mýmörg mál, sem varða brot Creditinfo á starfsleyfi sínu. Við höfum bæði kvartað til Persónuverndar varðandi þau og núna í kjölfarið sendum við umsögn um starfsleyfið í heild sinni til Persónuverndar og vonum að það komi nú til alvarlegrar skoðunar.“ Breki segir ábyrgð Persónuverndar í málinu vera mikla. Hún eigi að sjá til þess að staðið sé vörð um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar borgaranna. „Samkvæmt persónuverndarlögum þá er vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga óheimil nema með starfsleyfi sem Persónuvernd gefur út og það er þá náttúrulega á herðum Persónuverndar að sjá til þess að starfsleyfið sé þannig úr garði gert að neytendur séu varðir og að fyrirtækið fari þá eftir þeim kröfum sem til þess er gert.“ Breki vill að lokum vekja fólk til umhugsunar. „Við viljum að fólk velti því fyrir sér að í hvert skipti sem það tekur lán eða sækir um fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, bönkum, lífeyrissjóðum og tryggingum jafnvel, þá er þeim flett upp hjá einkafyrirtæki. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.“
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira