Boða byltingu í sjávarútvegi við beinhreinsun þorskfiska Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2020 21:04 Þeir Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur og Jóhannes Arason matvælafræðingur standa að fyrirtækinu Protein Save. Þeir vinna að því að koma upp þróunarsetri í þessu fiskvinnsluhúsi í Grindavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta auki hagkvæmni fiskvinnslu um 35 til 40 prósent og verði bylting í sjávarútvegi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í 1.400 fermetra rými í fiskvinnsluhúsi í Grindavík hyggjast þeir Jóhannes Arason matvælafræðingur og Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur sýna innan þriggja mánaða byltingarkenndan vinnsluferil. „Við getum gert hann hagkæmari um 35 til 40 prósent,“ segir Jóhannes, sem hóf sinn feril sem matvælafræðingur árið 1964 en saman segjast þeir hafa að baki hundrað ára reynslu úr íslenskum sjávarútvegi. Bein laxfiska er hægt að fjarlægja með vélum án þess að flaka fiskinn. Myndin er úr laxavinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á næstu vikum fá þeir í þróunarsetrið sérsmíðaða fiskskurðarvél, gegnumlýsingartæki og nálarlausa innsprautunarvél til að sýna fram á að aðferð þeirra virki á þorskfiska, eins og gert er í beinhreinsun laxfiska. Þar hefur tekist að þróa aðferð til að ná öllum beinum út með vélum án þess að flaka laxinn. Þetta er ekki hægt í vinnslu þorsks, þar þarf að flaka fiskinn til að ná beinunum út. „Þú nærð ekkert beini úr fiski, ekki hvítfiski, þótt þú værir með naglbít. Þá myndir þú slíta hann. Þau eru föst,“ segja þeir félagarnir. Flaka þarf þorsk og annan hvífisk til að ná beinunum burt. Við það fer hluti af holdi fisksins til spillis.Stöð 2/Skjáskot. Leyndarmál þeirra felst í efnafræðilegu ferli sem mýkir fiskinn upp fyrir vinnsluna. „Þannig að beinin verði þá laus. Þannig að það sé möguleiki að taka þau úr fiskinum með beinhreinsivélum. Síðan er það skannað á eftir með gegnumlýsingarvél sem tekur þá flökin úr sem verður eitt og eitt bein eftir,“ segir Haraldur, sem er framkvæmdastjóri Protein Save. Jóhannes sýnir hvernig hann fær með þessu þverskorinn þorsk án beina sem hann steikir á pönnu. En rýrir þetta efnaferli gæði fisksins? „Nei, það eykur gæði hans,“ svara þeir einum rómi. „Það heldur öllum próteinunum inni og hann verður sko „juicy“ og flottur eftir allar eldunaraðferðir,“ segir matvælafræðingurinn. Jóhannes sker þversteik af þorski sem búið er að beinhreinsa með aðferð Protein Save.Mynd/Myndform. Þeir Haraldur og Jóhannes leita nú eftir 200 milljóna króna nýsköpunarstyrkjum frá hinu opinbera til móts við eigið samsvarandi framlag til að fjármagna þróunarsetrið. Jóhannes sparar ekki stóru orðin: „Þetta er mesta bylting í sjávarútvegi frá upphafi. Ég skal fullyrða það hér og nú. Það er bara staðreynd. Og þótt ég hefði hundrað framleiðendur hérna, þeir myndu ekki fara í andmæli við mig sem þeir myndu hafa betur. Því þeir myndu allir vilja vera um borð. Við vitum alveg hvað við erum að fara að gera. Þetta er stærsta mál íslensks sjávarútvegs frá upphafi,“ staðhæfir Jóhannes. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jóhannes Arason var í viðtali í Bítið fyrr í mánuðinum um verkefnið. Sjávarútvegur Sjávarréttir Nýsköpun Grindavík Fiskur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta auki hagkvæmni fiskvinnslu um 35 til 40 prósent og verði bylting í sjávarútvegi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í 1.400 fermetra rými í fiskvinnsluhúsi í Grindavík hyggjast þeir Jóhannes Arason matvælafræðingur og Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur sýna innan þriggja mánaða byltingarkenndan vinnsluferil. „Við getum gert hann hagkæmari um 35 til 40 prósent,“ segir Jóhannes, sem hóf sinn feril sem matvælafræðingur árið 1964 en saman segjast þeir hafa að baki hundrað ára reynslu úr íslenskum sjávarútvegi. Bein laxfiska er hægt að fjarlægja með vélum án þess að flaka fiskinn. Myndin er úr laxavinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á næstu vikum fá þeir í þróunarsetrið sérsmíðaða fiskskurðarvél, gegnumlýsingartæki og nálarlausa innsprautunarvél til að sýna fram á að aðferð þeirra virki á þorskfiska, eins og gert er í beinhreinsun laxfiska. Þar hefur tekist að þróa aðferð til að ná öllum beinum út með vélum án þess að flaka laxinn. Þetta er ekki hægt í vinnslu þorsks, þar þarf að flaka fiskinn til að ná beinunum út. „Þú nærð ekkert beini úr fiski, ekki hvítfiski, þótt þú værir með naglbít. Þá myndir þú slíta hann. Þau eru föst,“ segja þeir félagarnir. Flaka þarf þorsk og annan hvífisk til að ná beinunum burt. Við það fer hluti af holdi fisksins til spillis.Stöð 2/Skjáskot. Leyndarmál þeirra felst í efnafræðilegu ferli sem mýkir fiskinn upp fyrir vinnsluna. „Þannig að beinin verði þá laus. Þannig að það sé möguleiki að taka þau úr fiskinum með beinhreinsivélum. Síðan er það skannað á eftir með gegnumlýsingarvél sem tekur þá flökin úr sem verður eitt og eitt bein eftir,“ segir Haraldur, sem er framkvæmdastjóri Protein Save. Jóhannes sýnir hvernig hann fær með þessu þverskorinn þorsk án beina sem hann steikir á pönnu. En rýrir þetta efnaferli gæði fisksins? „Nei, það eykur gæði hans,“ svara þeir einum rómi. „Það heldur öllum próteinunum inni og hann verður sko „juicy“ og flottur eftir allar eldunaraðferðir,“ segir matvælafræðingurinn. Jóhannes sker þversteik af þorski sem búið er að beinhreinsa með aðferð Protein Save.Mynd/Myndform. Þeir Haraldur og Jóhannes leita nú eftir 200 milljóna króna nýsköpunarstyrkjum frá hinu opinbera til móts við eigið samsvarandi framlag til að fjármagna þróunarsetrið. Jóhannes sparar ekki stóru orðin: „Þetta er mesta bylting í sjávarútvegi frá upphafi. Ég skal fullyrða það hér og nú. Það er bara staðreynd. Og þótt ég hefði hundrað framleiðendur hérna, þeir myndu ekki fara í andmæli við mig sem þeir myndu hafa betur. Því þeir myndu allir vilja vera um borð. Við vitum alveg hvað við erum að fara að gera. Þetta er stærsta mál íslensks sjávarútvegs frá upphafi,“ staðhæfir Jóhannes. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jóhannes Arason var í viðtali í Bítið fyrr í mánuðinum um verkefnið.
Sjávarútvegur Sjávarréttir Nýsköpun Grindavík Fiskur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira