Innlent

Svona var 79. upplýsingafundur almannavarna

Sylvía Hall skrifar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til blaðamannafundar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn munu svara spurningum og fara yfir stöðuna á fundinum.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til blaðamannafundar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn munu svara spurningum og fara yfir stöðuna á fundinum. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og kórónuveirufaraldurinn hér á landi.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn munu svara spurningum og fara yfir stöðuna á fundinum.

Alls greindust þrjú kórónuveirusmit við landamæraskimun í gær, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Virk smit á landinu eru nú níu, en voru átta í gær. Tveir hafa þá náð bata síðan í gær.

Alls hafa því 1.827 greinst með veiruna frá upphafi faraldursins, þar af fjórtán við landamæraskimun.

Rúm vika er frá því að skimun á landamærunum hófst fyrir ferðamenn innan Schengen-svæðisins. Þá er áætlað að ytri landamæri Evrópusambandsins opni þann 1. júlí næstkomandi.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Þá verður bein textalýsing hér að neðan.

Uppfært: Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum í heild sinni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.