Innlent

Svona var 79. upplýsingafundur almannavarna

Sylvía Hall skrifar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til blaðamannafundar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn munu svara spurningum og fara yfir stöðuna á fundinum.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til blaðamannafundar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn munu svara spurningum og fara yfir stöðuna á fundinum. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og kórónuveirufaraldurinn hér á landi.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn munu svara spurningum og fara yfir stöðuna á fundinum.

Alls greindust þrjú kórónuveirusmit við landamæraskimun í gær, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Virk smit á landinu eru nú níu, en voru átta í gær. Tveir hafa þá náð bata síðan í gær.

Alls hafa því 1.827 greinst með veiruna frá upphafi faraldursins, þar af fjórtán við landamæraskimun.

Rúm vika er frá því að skimun á landamærunum hófst fyrir ferðamenn innan Schengen-svæðisins. Þá er áætlað að ytri landamæri Evrópusambandsins opni þann 1. júlí næstkomandi.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Þá verður bein textalýsing hér að neðan.

Uppfært: Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum í heild sinni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.