Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2020 15:28 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá landi einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. Mat um slíka frávísun byggir að mestu leyti á huglægu mati en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn óttast ekki að fordómar kunni að spila inn í komi til þess að heimildinni verði beitt, þar sem margir aðilar komi að gerð hættumats. Þetta kom fram í máli Víðis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var hann sérstaklega spurður út í þessa heimild og hvort henni hafi verið beitt frá því að skimanir á landamærum Íslands hófust. „Nei, það hefur engum verið vísað fá landi á grundvelli þessarar heimildar,“ sagði Víðir. Þá var hann spurður í hvort einhverjir verkferlar væru til í tengslum við þessa heimild. Sagði Víðir að ferlið væri ekki alveg niðurnegld, engu að síður fylgdi lögreglan á Keflavíkurflugvelli ákveðnu ferli í tengslum við gerð hættumats. „Þetta er að mjög stóru leyti huglægt mat nema aðrar sérstakar aðstæður séu. Eins og fram hefur komið erum við búin að taka sjö þúsund inn og það hefur engum verið vísað frá á þessum grundvelli,“ sagði Víðir. Bætti hann við að ef þessari heimild yrði beitt yrði það gert af mikilli varfærni. „Vegna þess að á bak við hana liggur þetta huglæga mat sem þarf þá að minnsta kosti að geta staðið mjög vel,“ sagði Víðir. Hann sagðist þó vera ánægður með að þessi heimild væri til staðar. „Það er mjög mikilvægt að hafa þessa heimild ef að vísbendingar eða annað slíkt koma upp við eftirlitið sem benda til þess að þetta sé gert að þá sé hægt að gera þetta strax en ekki að fara í langt ferli þar sem margir aðilar verða þá í mikilli óvissu,“ sagði Víðir. Hann var þá í framhaldinu spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af því að ef heimildinni yrði beitt, hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að einhvers konar geðþóttaákvörðun byggð á litarhafti eða þjóðerni þess sem yrði vísað frá myndi spila inn í ákvörðunina. Víðir sagði ekkert benda til þess að til þess gæti komið. „Það er aldrei einn einstaklingur sem framkvæmir svona hættumat. Það eru nokkuð margir sem koma að því. Ég hef ekki áhyggjur af því, ekki neina reynslu eða vísbendingar um að slíkt geti gerst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá landi einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. Mat um slíka frávísun byggir að mestu leyti á huglægu mati en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn óttast ekki að fordómar kunni að spila inn í komi til þess að heimildinni verði beitt, þar sem margir aðilar komi að gerð hættumats. Þetta kom fram í máli Víðis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var hann sérstaklega spurður út í þessa heimild og hvort henni hafi verið beitt frá því að skimanir á landamærum Íslands hófust. „Nei, það hefur engum verið vísað fá landi á grundvelli þessarar heimildar,“ sagði Víðir. Þá var hann spurður í hvort einhverjir verkferlar væru til í tengslum við þessa heimild. Sagði Víðir að ferlið væri ekki alveg niðurnegld, engu að síður fylgdi lögreglan á Keflavíkurflugvelli ákveðnu ferli í tengslum við gerð hættumats. „Þetta er að mjög stóru leyti huglægt mat nema aðrar sérstakar aðstæður séu. Eins og fram hefur komið erum við búin að taka sjö þúsund inn og það hefur engum verið vísað frá á þessum grundvelli,“ sagði Víðir. Bætti hann við að ef þessari heimild yrði beitt yrði það gert af mikilli varfærni. „Vegna þess að á bak við hana liggur þetta huglæga mat sem þarf þá að minnsta kosti að geta staðið mjög vel,“ sagði Víðir. Hann sagðist þó vera ánægður með að þessi heimild væri til staðar. „Það er mjög mikilvægt að hafa þessa heimild ef að vísbendingar eða annað slíkt koma upp við eftirlitið sem benda til þess að þetta sé gert að þá sé hægt að gera þetta strax en ekki að fara í langt ferli þar sem margir aðilar verða þá í mikilli óvissu,“ sagði Víðir. Hann var þá í framhaldinu spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af því að ef heimildinni yrði beitt, hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að einhvers konar geðþóttaákvörðun byggð á litarhafti eða þjóðerni þess sem yrði vísað frá myndi spila inn í ákvörðunina. Víðir sagði ekkert benda til þess að til þess gæti komið. „Það er aldrei einn einstaklingur sem framkvæmir svona hættumat. Það eru nokkuð margir sem koma að því. Ég hef ekki áhyggjur af því, ekki neina reynslu eða vísbendingar um að slíkt geti gerst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira