Hagsmunir lögreglunnar fólgnir í trausti almennings Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 14:00 Sigríður Bjök Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikilvægt að lögreglan breyti sambandi sínu við almenning til að hægt sé að veita sem besta þjónustu. Viðhorf lögreglunnar til almennings hafi breyst töluvert frá því hún hóf störf sem lögreglustjóri á Ísafirði árið 2002 og þróunin sé stöðugt að breytast í rétta átt. „Við erum stuðningur við lögregluna í landinu, við erum stuðningur við vettvanginn en á sama tíma þurfum við líka að passa að miðla upplýsingum, vera til staðar,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir einnig mikilvægt að samband lögreglunnar við fjölmiðla sé gott til að almenningur fái sem skýrasta mynd af því sem sé í gangi. „Það er mikill áhugi á lögreglunni, þingið er að spyrja og mikill áhugi frá fréttamönnum og svo framvegis. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að við erum að þjóna nákvæmlega sama hópi. Ef við eigum ekki gott samband við fjölmiðla þá eru fjölmiðlar ekki með rétta mynd til að sýna fólkinu og þetta er sama fólkið og við erum að þjóna.“ Sigríður segir mikilvægt að tekið sé mið af tækniþróun og að lögregluembættið nýti sér nýstárlegri leiðir til að miðla upplýsingum til almennings. Upplýsingamiðlun hafi færst mikið til á síðustu árum og gera þurfi meira í því að ná til yngra fólks sem notar breyttar leiðir til samskipta. Sigríður fór í nám fyrir nokkrum árum og segir hún það hafa kennt sér margt. „Það sem ég áttaði mig ekki á þegar ég fór í þetta nám var að þetta var miklu meira, það var þessi breyting á samfélaginu. Að búa til platform fyrir þjónustu lögreglunnar og reyna að horfa á okkar vörur, við erum að veita þjónustu og erum að skila af okkur vörum, greiningar eru vörur, tölfræði er vörur, þetta verður að vera eitthvað sem fólkið vill fá.“ „Svo að þetta sé ekki þetta sem var þegar ég byrjaði, að okkar kúnni var glæpamaður. En það er alls ekki þannig, því hann á fjölskyldu, það eru þolendur, það eru fjárhagslegar afleiðingar og það eru samfélagslegar afleiðingar. Ólíkt fyrirtækjum á markaði þá eru okkar hagsmunir traustið. Ef að traustið er til staðar á milli okkar og borgaranna, þeirra sem við þjónum, þá erum við að fá betri upplýsingar. Fólk þorir að leita til okkar, við erum að fá heilbrigðara samband,“ segir Sigríður. „Það versta sem gerist er þegar fólk kærir ekki og hefur ekki samband við lögreglu þegar það þarf á því að halda því traustið er ekki til staðar. Það er það sem við erum alltaf að vinna með,“ segir Sigríður. „Við eigum ekki að veita þjónustu eins og við teljum að við eigum að veita hana heldur eins og fólk vill að hún sé veitt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Sprengisandur Tengdar fréttir Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37 Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikilvægt að lögreglan breyti sambandi sínu við almenning til að hægt sé að veita sem besta þjónustu. Viðhorf lögreglunnar til almennings hafi breyst töluvert frá því hún hóf störf sem lögreglustjóri á Ísafirði árið 2002 og þróunin sé stöðugt að breytast í rétta átt. „Við erum stuðningur við lögregluna í landinu, við erum stuðningur við vettvanginn en á sama tíma þurfum við líka að passa að miðla upplýsingum, vera til staðar,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir einnig mikilvægt að samband lögreglunnar við fjölmiðla sé gott til að almenningur fái sem skýrasta mynd af því sem sé í gangi. „Það er mikill áhugi á lögreglunni, þingið er að spyrja og mikill áhugi frá fréttamönnum og svo framvegis. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að við erum að þjóna nákvæmlega sama hópi. Ef við eigum ekki gott samband við fjölmiðla þá eru fjölmiðlar ekki með rétta mynd til að sýna fólkinu og þetta er sama fólkið og við erum að þjóna.“ Sigríður segir mikilvægt að tekið sé mið af tækniþróun og að lögregluembættið nýti sér nýstárlegri leiðir til að miðla upplýsingum til almennings. Upplýsingamiðlun hafi færst mikið til á síðustu árum og gera þurfi meira í því að ná til yngra fólks sem notar breyttar leiðir til samskipta. Sigríður fór í nám fyrir nokkrum árum og segir hún það hafa kennt sér margt. „Það sem ég áttaði mig ekki á þegar ég fór í þetta nám var að þetta var miklu meira, það var þessi breyting á samfélaginu. Að búa til platform fyrir þjónustu lögreglunnar og reyna að horfa á okkar vörur, við erum að veita þjónustu og erum að skila af okkur vörum, greiningar eru vörur, tölfræði er vörur, þetta verður að vera eitthvað sem fólkið vill fá.“ „Svo að þetta sé ekki þetta sem var þegar ég byrjaði, að okkar kúnni var glæpamaður. En það er alls ekki þannig, því hann á fjölskyldu, það eru þolendur, það eru fjárhagslegar afleiðingar og það eru samfélagslegar afleiðingar. Ólíkt fyrirtækjum á markaði þá eru okkar hagsmunir traustið. Ef að traustið er til staðar á milli okkar og borgaranna, þeirra sem við þjónum, þá erum við að fá betri upplýsingar. Fólk þorir að leita til okkar, við erum að fá heilbrigðara samband,“ segir Sigríður. „Það versta sem gerist er þegar fólk kærir ekki og hefur ekki samband við lögreglu þegar það þarf á því að halda því traustið er ekki til staðar. Það er það sem við erum alltaf að vinna með,“ segir Sigríður. „Við eigum ekki að veita þjónustu eins og við teljum að við eigum að veita hana heldur eins og fólk vill að hún sé veitt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Sprengisandur Tengdar fréttir Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37 Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37
Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27