Innlent

Leita göngumanns í Skálavík

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Lögregla, björgunarsveitir og áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar leita göngumanns í Skálavík
Lögregla, björgunarsveitir og áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar leita göngumanns í Skálavík Vísir/Andri

Lögreglan, björgunarsveitir og áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar leita þessa stundina a göngumanni sem mun hafa farið frá bíl sínum í Skálavík snemma í gær. 

Talið er að göngumaðurinn hafi farið einsamall gangandi áleiðis frá Keflavík að því fram kemur til tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Ættingjar mannsins leituðu til lögreglu þegar þeir fóru á óttast um hann síðdegis.

Fram kemur í tilkynningunni að gott veður sé á svæðinu og leitarskilyrði góð. Frekari upplýsingar verði veittar þegar þær liggi fyrir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.