Innlent

Leita göngumanns í Skálavík

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Lögregla, björgunarsveitir og áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar leita göngumanns í Skálavík
Lögregla, björgunarsveitir og áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar leita göngumanns í Skálavík Vísir/Andri

Lögreglan, björgunarsveitir og áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar leita þessa stundina a göngumanni sem mun hafa farið frá bíl sínum í Skálavík snemma í gær. 

Talið er að göngumaðurinn hafi farið einsamall gangandi áleiðis frá Keflavík að því fram kemur til tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Ættingjar mannsins leituðu til lögreglu þegar þeir fóru á óttast um hann síðdegis.

Fram kemur í tilkynningunni að gott veður sé á svæðinu og leitarskilyrði góð. Frekari upplýsingar verði veittar þegar þær liggi fyrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×