Viðtal Frosta við Kolbrúnu Önnu ekki brot á siðareglum Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 16:58 Viðtal Frosta við Kolbrúnu Önnu reyndist gríðarlega umdeilt, það var kært til Siðanefndar BÍ sem nú hefur úrskurðað að viðtalið stangist ekki á við siðareglur. Viðtal Frosta Logasonar við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, sem sent var út í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 25. febrúar telst ekki stangast á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd BÍ hefur birt úrskurð þess efnis. Kærendur eru tveir en þeir óska nafnleyndar. Í viðtalinu ræddi Frosti við Kolbrúnu Önnu um hennar hlið í erfiðu umgengnismáli en tilefnið var meðal annars það að Kolbrún Anna hafði gefið út hljóðbók um téð mál sem heitir „Ákærð“ og hefur hún vakið mikla athygli. Umfjöllun og viðtal við Ólaf Hand, eiginmann Kolbrúnar, um tálmanir í umgengnismálum sem Stöð 2 birti í febrúar 2017 leiddi einnig til kæru til Siðanefndar en að sama skapi taldist fjölmiðillinn ekki brotlegur við lög þá heldur. Kolbrún Anna Jónsdóttir gaf út hljóðbók um reynslu sína en víst er að ýmsir töldu þá bók ekki eiga neitt erindi. Í úrskurði segir að í kæru sé vísað til ummæla á síðum hreyfinganna Líf án ofbeldis og Stuðningshóps ólögráða barns. „Einnig er vísað til Barnasáttmála SÞ, Umboðsmanns barna, Fjölmiðlanefndar, ríkissaksóknara, dómsstóla og innahússreglna Stöðvar 2 (Sýnar), en siðanefnd tekur ekki afstöðu til þessara atriða, heldur miðar við siðareglur BÍ.“ Afar umdeilt viðtal Viðtalið reyndist afar umdeilt og rituðu Kristrún Heimisdóttir lögmaður ásamt hópi kvenna grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni: „Stöð 2 málsvarar ofbeldis?“ Eru þar fordæmingar á viðtalinu hvergi sparaðar: „Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus.“ Í kærunni er vísað til Siðareglna BÍ, einkum hinnar svokölluðu tillitssemisreglu númer 3 en þar segir að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömu máli; það hafi Frosti og Stöð 2 ekki gert né virt kröfuna um að „forðast allt sem getur valdið saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu og einnig ekki vandað upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,“ eins og rakið er í úrskurðinum. Dró ekki taum viðmælanda Í úrskurði er málið reifað en í úrskurði segir að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur í málinu. „Ljóst er að tilfinningar milli deiluaðila eru ríkar í þessu máli. Umgengnis-, tálmunar- og forræðismál eru oftast nær vandasöm – í umfjölluninni og viðtalinu var fjallað um afar viðkvæmt mál, en engu að síður mikilvægt, enda varðar það m.a. gagnrýni á afstöðu og aðgerðir stjórnvalda,“ segir meðal annars. Nefndin hafnar því að fréttamaður hafi dregið taum viðmælanda síns, eins og kærendur vilja halda fram og boðið hafi verið upp á að andstæð sjónarmið kæmu fram af kærendanna hálfu. „Ekki verður annað séð en vinnubrögð fjölmiðilsins rúmist innan siðareglna BÍ og því ekki um brot að ræða.“ Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Bókaútgáfa Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Viðtal Frosta Logasonar við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, sem sent var út í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 25. febrúar telst ekki stangast á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd BÍ hefur birt úrskurð þess efnis. Kærendur eru tveir en þeir óska nafnleyndar. Í viðtalinu ræddi Frosti við Kolbrúnu Önnu um hennar hlið í erfiðu umgengnismáli en tilefnið var meðal annars það að Kolbrún Anna hafði gefið út hljóðbók um téð mál sem heitir „Ákærð“ og hefur hún vakið mikla athygli. Umfjöllun og viðtal við Ólaf Hand, eiginmann Kolbrúnar, um tálmanir í umgengnismálum sem Stöð 2 birti í febrúar 2017 leiddi einnig til kæru til Siðanefndar en að sama skapi taldist fjölmiðillinn ekki brotlegur við lög þá heldur. Kolbrún Anna Jónsdóttir gaf út hljóðbók um reynslu sína en víst er að ýmsir töldu þá bók ekki eiga neitt erindi. Í úrskurði segir að í kæru sé vísað til ummæla á síðum hreyfinganna Líf án ofbeldis og Stuðningshóps ólögráða barns. „Einnig er vísað til Barnasáttmála SÞ, Umboðsmanns barna, Fjölmiðlanefndar, ríkissaksóknara, dómsstóla og innahússreglna Stöðvar 2 (Sýnar), en siðanefnd tekur ekki afstöðu til þessara atriða, heldur miðar við siðareglur BÍ.“ Afar umdeilt viðtal Viðtalið reyndist afar umdeilt og rituðu Kristrún Heimisdóttir lögmaður ásamt hópi kvenna grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni: „Stöð 2 málsvarar ofbeldis?“ Eru þar fordæmingar á viðtalinu hvergi sparaðar: „Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus.“ Í kærunni er vísað til Siðareglna BÍ, einkum hinnar svokölluðu tillitssemisreglu númer 3 en þar segir að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömu máli; það hafi Frosti og Stöð 2 ekki gert né virt kröfuna um að „forðast allt sem getur valdið saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu og einnig ekki vandað upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,“ eins og rakið er í úrskurðinum. Dró ekki taum viðmælanda Í úrskurði er málið reifað en í úrskurði segir að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur í málinu. „Ljóst er að tilfinningar milli deiluaðila eru ríkar í þessu máli. Umgengnis-, tálmunar- og forræðismál eru oftast nær vandasöm – í umfjölluninni og viðtalinu var fjallað um afar viðkvæmt mál, en engu að síður mikilvægt, enda varðar það m.a. gagnrýni á afstöðu og aðgerðir stjórnvalda,“ segir meðal annars. Nefndin hafnar því að fréttamaður hafi dregið taum viðmælanda síns, eins og kærendur vilja halda fram og boðið hafi verið upp á að andstæð sjónarmið kæmu fram af kærendanna hálfu. „Ekki verður annað séð en vinnubrögð fjölmiðilsins rúmist innan siðareglna BÍ og því ekki um brot að ræða.“
Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Bókaútgáfa Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira