Lífið

Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Foster nýtur sín hér á landi.
Foster nýtur sín hér á landi.

Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Tekið hefur verið eftir því um heim allan hversu vel hefur gengið að ráða við veiruna hér á landi og þykir það fréttnæmt.

Foster er nokkuð virkur á samfélagsmiðlinum TikTok og greinir hann vel frá dvölinni hér á landi á þeim vettvangi.

Hann hitti meðal annars Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir utan stjórnarráðið og sýndi frá því á miðlinum. Það að komast út að borða er eitthvað sem fer vel í Foster og svo hitti hann flottan hóp af Íslendingum úti á landi. Svo var hann með Bláa Lónið út af fyrir sig. 

Það var K100 sem greindi fyrst frá ferð Foster hér á landi.

  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.