Bjarni telur fráleitt að biðja „einhvern prófessor úti í Svíþjóð“ afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 12:27 Þórhildi Sunnu blöskraði svör Bjarna Benediktssonar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu nú í morgun. En Bjarni taldi það af og frá að honum bæri að biðja einhvern prófessor úti í Svíþjóð afsökunar. Hann spurði á móti hver ætlaði að biðja okkur Íslendinga afsökunar? visir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir það með fullkomnum ólíkindum hvernig Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tali um fræðasamfélagið og norræna kollega sína. „Hann heldur áfram að rægja „uppáhalds hagfræðinginn minn“ Lars Calmfors á opinberum vettvangi og sér greinilega ekki eftir neinu. Það er með ólíkindum að svona valdhroki fái að líðast í grafarþögn nú eða meðvirkni VG. Ótrúlegt!“ segir Þórhildur Sunna á Facebooksíðu sinni. Þórhildur Sunna beindi fyrirspurn til Bjarna undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á þinginu nú fyrir stundu. Hún spurði Bjarna út í afstöðu hans til yfirlýsingar Félags prófessora við ríkisháskóla þar sem mótmælt er harðlega því hvernig ráðuneytið beitti sér gegn því að Þorvaldur Gylfason prófessor væri ráðinn til að ritstýra norræna fræðiritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni svaraði Þórhildi Sunnu og þá prófessorunum með óbeinum hætti fullum hálsi á þinginu. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar? Vísir hefur rætt ítarlega við Lars Calmfors, en hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aldrei á löngum ferli verið vændur um vinahygli eins og Bjarni lét að liggja á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar fyrr í vikunni. Lars ætlaði að téð ummæli hlytu að hafa fallið í ógáti og honum þætti ekki úr vegi, eftir að Bjarni hafi hugsað málið, að hann bæði sig afsökunar á þeim ummælum. Þórhildur Sunna spurði Bjarna út í þetta en fjármálaráðherra þótti þetta algerlega fráleitt upplegg. Hann sagði þetta skrautlegan málflutning. Í fyrsta lagi væri það svo að hann hafi aldrei fullyrt eitt eða neitt heldur liti þetta svo út úr fjarlægð sem tveir kunningjar væru að spjalla saman um þetta. „Ég hefði ekki hugmynd um það. En það hefur nú komið fram í millitíðinni, staðfest, að uppáhalds prófessor þingmannsins voru vinir. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að biðja einhvern prófessor úti í Svíþjóð afsökunar á því að benda á það sem allir sjá eftir að gögn málsins hafa komið fram? Án þess að við Íslendingar værum spurðir þá voru menn byrjaðir að tala saman og póstur farinn á prófessorinn þar sem honum var boðin staðan. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar á því?“ sagði Bjarni. Prófessorar falla á prófinu að mati Bjarna Bjarni sagði einnig að stjórn Félags prófessora hafi fallið á prófinu. „Fallið á prófinu um raunhæfa verkefnið sem við höfum hér verið að ræða um. Ekki tekið tillit til ólíkra sjónarmiða, ekki getið heimilda og svo framvegis, byggt á einhliða frásögn af málinu og komist að niðurstöðu án þess að ígrunda allar hliðar málsins. Hér er einfaldlega ekki um að ræða mál sem réðist á pólitískum forsendum og þessi ályktun hefur ekkert vægi inn í þetta mál. Sama gildir um áhyggjur þessa prófessors úti í Svíðþjóð. Skiptir engu máli inn í umræðu dagsins í dag hver hans upplifun er,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði að svo virðist sem Lars hafi haft áhrif á það að staðan var boðin Þorvaldi. „Án þess að við Íslendingar værum spurðir. Og það er forkastanlegt.“ Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. 15. júní 2020 20:01 Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22 Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir það með fullkomnum ólíkindum hvernig Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tali um fræðasamfélagið og norræna kollega sína. „Hann heldur áfram að rægja „uppáhalds hagfræðinginn minn“ Lars Calmfors á opinberum vettvangi og sér greinilega ekki eftir neinu. Það er með ólíkindum að svona valdhroki fái að líðast í grafarþögn nú eða meðvirkni VG. Ótrúlegt!“ segir Þórhildur Sunna á Facebooksíðu sinni. Þórhildur Sunna beindi fyrirspurn til Bjarna undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á þinginu nú fyrir stundu. Hún spurði Bjarna út í afstöðu hans til yfirlýsingar Félags prófessora við ríkisháskóla þar sem mótmælt er harðlega því hvernig ráðuneytið beitti sér gegn því að Þorvaldur Gylfason prófessor væri ráðinn til að ritstýra norræna fræðiritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni svaraði Þórhildi Sunnu og þá prófessorunum með óbeinum hætti fullum hálsi á þinginu. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar? Vísir hefur rætt ítarlega við Lars Calmfors, en hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aldrei á löngum ferli verið vændur um vinahygli eins og Bjarni lét að liggja á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar fyrr í vikunni. Lars ætlaði að téð ummæli hlytu að hafa fallið í ógáti og honum þætti ekki úr vegi, eftir að Bjarni hafi hugsað málið, að hann bæði sig afsökunar á þeim ummælum. Þórhildur Sunna spurði Bjarna út í þetta en fjármálaráðherra þótti þetta algerlega fráleitt upplegg. Hann sagði þetta skrautlegan málflutning. Í fyrsta lagi væri það svo að hann hafi aldrei fullyrt eitt eða neitt heldur liti þetta svo út úr fjarlægð sem tveir kunningjar væru að spjalla saman um þetta. „Ég hefði ekki hugmynd um það. En það hefur nú komið fram í millitíðinni, staðfest, að uppáhalds prófessor þingmannsins voru vinir. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að biðja einhvern prófessor úti í Svíþjóð afsökunar á því að benda á það sem allir sjá eftir að gögn málsins hafa komið fram? Án þess að við Íslendingar værum spurðir þá voru menn byrjaðir að tala saman og póstur farinn á prófessorinn þar sem honum var boðin staðan. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar á því?“ sagði Bjarni. Prófessorar falla á prófinu að mati Bjarna Bjarni sagði einnig að stjórn Félags prófessora hafi fallið á prófinu. „Fallið á prófinu um raunhæfa verkefnið sem við höfum hér verið að ræða um. Ekki tekið tillit til ólíkra sjónarmiða, ekki getið heimilda og svo framvegis, byggt á einhliða frásögn af málinu og komist að niðurstöðu án þess að ígrunda allar hliðar málsins. Hér er einfaldlega ekki um að ræða mál sem réðist á pólitískum forsendum og þessi ályktun hefur ekkert vægi inn í þetta mál. Sama gildir um áhyggjur þessa prófessors úti í Svíðþjóð. Skiptir engu máli inn í umræðu dagsins í dag hver hans upplifun er,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði að svo virðist sem Lars hafi haft áhrif á það að staðan var boðin Þorvaldi. „Án þess að við Íslendingar værum spurðir. Og það er forkastanlegt.“
Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. 15. júní 2020 20:01 Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22 Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. 15. júní 2020 20:01
Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22
Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26