Innlent

Rúm­lega 16 þúsund búin að greiða at­kvæði

Atli Ísleifsson skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á þremur stöðum – á 1. og 2. hæð í Smáralind í Kópavogi og undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík.
Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á þremur stöðum – á 1. og 2. hæð í Smáralind í Kópavogi og undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Vísir/Jóhann k.

Alls hafa 16.476 manns greitt atkvæði utan kjörfundar vegna forsetakjörs sem fram fer 27. júní næstkomandi.

Þetta staðfestir Bergþóra Sigmundsdóttir kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi í morgun. Segir hún að um klukkan 10:30 hafi 130 manns greitt atkvæði það sem af sé degi.

Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu kjöri, enn sem komið er,  er umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. Þá greiddu í heildina 27 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar, sem var met, og þar af um 15 þúsund síðustu þrjá dagana fyrir kjördag.

Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á þremur stöðum – á 1. og 2. hæð í Smáralind í Kópavogi og í stúku Laugardalsvallar í Reykjavík.

Tveir eru í framboði til forseta Íslands – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×