Innlent

Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn handtekinn fyrir að trufla hátíðarhöld.
Maðurinn handtekinn fyrir að trufla hátíðarhöld. Vísir/LVP

Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. Maðurinn hafði komið sér fyrir í búningi Fjallkonu á svölum Pósthússtrætis 13 og flutti þar ræðu.

Maðurinn var í heldur óhefðbundnum Fjallkonubúningi, íklæddur ljósri hárkollu, gylltum sundgleraugum, gylltum brókum, skikkju og bikinítoppi. Áhorfendur tóku vel í gjörninginn og klöppuðu fyrir ræðumanninum.

Edda Björgvinsdóttir er Fjallkonan í Reykjavík í ár.

Snorri Ásmundsson, listamaður, sendi í byrjun vikunnar út tilkynningu þess efnis að hann yrði Fjallkona Reykvíkinga í ár. Hann yrði fyrsta karlkyns Fjallkona Reykjavíkur og hann hygðist halda erindi um náttúruvernd, kynþáttasamruna og kórónuveirupælingar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×