Innlent

Átök milli strætó­bíl­stjóra og far­þega

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan var kölluð á staðinn þegar átök brutust út milli strætóbílstjóra og farþega.
Lögreglan var kölluð á staðinn þegar átök brutust út milli strætóbílstjóra og farþega. Vísir/Vilhelm

Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings en meiðslin voru minniháttar samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu.

Þá voru flest þeirra brota sem höfð voru afskipti af í nótt í tengslum við ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna en sjö voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Einn þeirra hafði valdið umferðaróhappi og var hann vistaður í fangageymslu fram að skýrslutöku.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar úr verslun á tíunda tímanum í gær. Málið var afgreitt á vettvangi. Þá voru afskipti höfð af þremur vegna vörslu fíkniefna laust eftir miðnætti í nótt. Allir voru yngri en átján ára og voru foreldrar því boðaðir á lögreglustöðinna þar sem málinu var lokið með skýrslutöku. Einnig voru afskipti höfð af manni sem var að selja áfengi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×