Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: „Mamma mín bara bjargaði lífi mínu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júní 2020 11:29 Ólafur Darri hefur verið einn vinsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin ár. Hann hefur náð langt í hinum stóra heimi leikara erlendis. Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. „Það er mjög fyndið hvað fólk hefur alltaf mikla skoðanir á því að maður sé að taka pillur. Þegar ég segi við fólk að ég taki svefnlyf þá hefur fólk miklar skoðanir og segir oftast við mig að ég ætti nú alveg að geta sofið eðlilega. Þá svara ég alltaf, já en ég reyndi það í svona þrjátíu ár og það gekk ekki vel,“ segir Ólafur í viðtalinu við Sölva. „Við sem samfélag ættum að leggja meiri áherslu á það að hugsa að þessi aðferð virkar fyrir þennan og þessi aðferð virkar fyrir einhvern annan. Ég trúi einlægt að besta aðferðin sé bara blanda af mörgu. Ég fer til sálfræðings, ég reyni að hreyfa mig og ef ég geri það líður mér miklu betur. Ég stundum lendi í því að verða svolítið þunglyndur eða þungur. Mér leið mjög illa í Covid, sérstaklega til að byrja með alveg eins og ég væri hengdur upp á þráð. Ég missti sundið mitt sem alveg drap mig. En ég hafði bara áhyggjur og sérstaklega af eldra fólkinu í samfélaginu, af foreldrum sínum.“ Grét þegar hún grét Hann upplifði hræðilegt tímabil fljótlega eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn, þar sem hann sökk djúpt niður og þurfti að leita sér hjálpar. Hann man í raun lítið eftir þessu tímabili, sem er enn í hálfgerðri þoku. Eftir það tímabil áttaði hann sig á því að hann gerði engum greiða með því að halda í stolt gagnvart lyfjanotkun. „Ég varð bara logandi hræddur og mamma mín bara bjargaði lífi mínu. Lovísa, konan mín, var að vinna á fullu á þessum tíma og ég var því heima með dóttur okkar til að byrja með. Ég réði bara ekki við það. Maður sat bara stundum grátandi þegar hún fór að gráta. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að gera við mig. Mamma mín lagði sitt líf til hliðar um tíma og var bara með mér og passaði upp á okkur bæði.“ Hann segir að það hafi tekið um tvo til þrjá mánuði að ná sér út úr þessu andlega. „Þetta er samt mjög fyndið því þegar ég reyni að rifja þetta upp, þá bara næ ég ekki að rifja þetta upp. Ég held ég þurfi bara að fara til sálfræðings og fara yfir þetta og reyna að rifja þetta upp. Ég finn alveg að líkaminn vill ekki muna of mikið eftir þessu. Þetta var bara ofboðslega vanmáttartilfinning að ég myndi bera ábyrgð á því að eitthvað myndi koma fyrir barnið mitt. Þetta var bara skelfilegur tími.“ Erfitt að komast að hjá geðlækni Ólafur Darri var á þessum tíma hjá geðlækni en eftir að sá maður fór á eftirlaun hefur hann ekki verið með neinn geðlækni. „Það er mjög erfitt að komast að hjá geðlækni. Ég hitti frábæran lækni sem hjálpaði mér að fara yfir þau lyf sem ég væri að taka og ég var að reyna hætta að taka Fluoxetine. Mér fannst viðbrögðin hjá lækninum svo frábær sem spurði mig bara af hverju? Þarna var ég kominn niður í að taka hálfa pillu þrisvar í viku og læknirinn sagði bara við mig að ég ætti bara að taka eina pillu á dag, það skipti engu máli.“ Ólafur Darri segir að það fara mjög í taugarnar á honum þegar umræðan um of mikla lyfjanotkun Íslendinga kemur upp. Í viðtalinu upplýsir Ólafur Darri að hann hafi reglulega þurft að taka lyf við kvíða og þunglyndi og eins hafi hann á löngum köflum þurft á svefnlyfjum að halda. Hann skilur ekki fordóma gagnvart þeim sem leita sér hjálpar og notast við þau verkfæri sem í boði eru. Ólafur hefur notið aðstoðar sálfræðings og geðlæknis við að komast á miklu betri stað. Auðvitað sé besta lausnin að notast við blöndu af öllum aðferðum til að ná sér í betra stand ef fólk upplifir mikla vanlíðan, en skömm vegna lyfja sé algjörlega fráleit. „Það má alveg líta á þetta á annan hátt. Er það bara kannski af því að við erum meira að vinna í okkur. Er það af því að við erum meira að horfast í augu við það okkur líður ekki vel. Erum við með lækna sem þora að takast á við þetta vandamál. Er það af því að við erum með sálfræðinga sem eru tilbúnir að segja við fólk að það ætti kannski að prófa að fara á lyf.“ Hér að neðan má sjá umræðuna sjálfa. Klippa: Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: Mamma mín bara bjargaði lífi mínu Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Heilsa Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. „Það er mjög fyndið hvað fólk hefur alltaf mikla skoðanir á því að maður sé að taka pillur. Þegar ég segi við fólk að ég taki svefnlyf þá hefur fólk miklar skoðanir og segir oftast við mig að ég ætti nú alveg að geta sofið eðlilega. Þá svara ég alltaf, já en ég reyndi það í svona þrjátíu ár og það gekk ekki vel,“ segir Ólafur í viðtalinu við Sölva. „Við sem samfélag ættum að leggja meiri áherslu á það að hugsa að þessi aðferð virkar fyrir þennan og þessi aðferð virkar fyrir einhvern annan. Ég trúi einlægt að besta aðferðin sé bara blanda af mörgu. Ég fer til sálfræðings, ég reyni að hreyfa mig og ef ég geri það líður mér miklu betur. Ég stundum lendi í því að verða svolítið þunglyndur eða þungur. Mér leið mjög illa í Covid, sérstaklega til að byrja með alveg eins og ég væri hengdur upp á þráð. Ég missti sundið mitt sem alveg drap mig. En ég hafði bara áhyggjur og sérstaklega af eldra fólkinu í samfélaginu, af foreldrum sínum.“ Grét þegar hún grét Hann upplifði hræðilegt tímabil fljótlega eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn, þar sem hann sökk djúpt niður og þurfti að leita sér hjálpar. Hann man í raun lítið eftir þessu tímabili, sem er enn í hálfgerðri þoku. Eftir það tímabil áttaði hann sig á því að hann gerði engum greiða með því að halda í stolt gagnvart lyfjanotkun. „Ég varð bara logandi hræddur og mamma mín bara bjargaði lífi mínu. Lovísa, konan mín, var að vinna á fullu á þessum tíma og ég var því heima með dóttur okkar til að byrja með. Ég réði bara ekki við það. Maður sat bara stundum grátandi þegar hún fór að gráta. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að gera við mig. Mamma mín lagði sitt líf til hliðar um tíma og var bara með mér og passaði upp á okkur bæði.“ Hann segir að það hafi tekið um tvo til þrjá mánuði að ná sér út úr þessu andlega. „Þetta er samt mjög fyndið því þegar ég reyni að rifja þetta upp, þá bara næ ég ekki að rifja þetta upp. Ég held ég þurfi bara að fara til sálfræðings og fara yfir þetta og reyna að rifja þetta upp. Ég finn alveg að líkaminn vill ekki muna of mikið eftir þessu. Þetta var bara ofboðslega vanmáttartilfinning að ég myndi bera ábyrgð á því að eitthvað myndi koma fyrir barnið mitt. Þetta var bara skelfilegur tími.“ Erfitt að komast að hjá geðlækni Ólafur Darri var á þessum tíma hjá geðlækni en eftir að sá maður fór á eftirlaun hefur hann ekki verið með neinn geðlækni. „Það er mjög erfitt að komast að hjá geðlækni. Ég hitti frábæran lækni sem hjálpaði mér að fara yfir þau lyf sem ég væri að taka og ég var að reyna hætta að taka Fluoxetine. Mér fannst viðbrögðin hjá lækninum svo frábær sem spurði mig bara af hverju? Þarna var ég kominn niður í að taka hálfa pillu þrisvar í viku og læknirinn sagði bara við mig að ég ætti bara að taka eina pillu á dag, það skipti engu máli.“ Ólafur Darri segir að það fara mjög í taugarnar á honum þegar umræðan um of mikla lyfjanotkun Íslendinga kemur upp. Í viðtalinu upplýsir Ólafur Darri að hann hafi reglulega þurft að taka lyf við kvíða og þunglyndi og eins hafi hann á löngum köflum þurft á svefnlyfjum að halda. Hann skilur ekki fordóma gagnvart þeim sem leita sér hjálpar og notast við þau verkfæri sem í boði eru. Ólafur hefur notið aðstoðar sálfræðings og geðlæknis við að komast á miklu betri stað. Auðvitað sé besta lausnin að notast við blöndu af öllum aðferðum til að ná sér í betra stand ef fólk upplifir mikla vanlíðan, en skömm vegna lyfja sé algjörlega fráleit. „Það má alveg líta á þetta á annan hátt. Er það bara kannski af því að við erum meira að vinna í okkur. Er það af því að við erum meira að horfast í augu við það okkur líður ekki vel. Erum við með lækna sem þora að takast á við þetta vandamál. Er það af því að við erum með sálfræðinga sem eru tilbúnir að segja við fólk að það ætti kannski að prófa að fara á lyf.“ Hér að neðan má sjá umræðuna sjálfa. Klippa: Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: Mamma mín bara bjargaði lífi mínu Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Heilsa Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“