Innlent

Vika í fyrir­hugað verk­fall hjúkrunar­fræðinga

Telma Tómasson skrifar
Samninganefndirnar funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag.
Samninganefndirnar funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Vísir/egill

Vika er þar til fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á, hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma í kjaradeilunni við ríkið. Ágreiningur er mestur um launalið samningsins og virðast hjúkrunarfræðingar bíða eftir nýju útspili ríkisins hvað hann varðar.

Samninganefndirnar funda þó hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag þar sem einkum verður farið yfir aðra þætti málsins.

Fyrirhugað verkfall, verði af því 22. júní, myndi hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir og aðrar stofnanir ríkisins þar sem hjúkrunarfræðingar starfa.

Vinnuskipulag hjúkrunarfræðinga færi eftir öryggislistum og lágmarksmönnum, sem miðast við að veita eingöngu lífsnauðsynlega þjónustu.

Frávik frá því þyrfti að sækja um til undanþágunefndar sem skipuð væri fulltrúum Félags hjúkrunarfræðinga og ríkisins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×