Innlent

Þetta eru mennirnir sem lögreglan lýsir eftir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Myndir af tveimur mannanna sem lögreglan lýsir eftir.
Myndir af tveimur mannanna sem lögreglan lýsir eftir. LRH

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti rétt í þessu Facebook-færslu þar sem birtar eru myndir af tveimur þeirra þriggja manna sem lýst er eftir vegna gruns um að þeir séu smitaðir af kórónuveirunni.

Mennirnir sem leitað er að heita Pioaru Alexandru Ionut, Adrian Badiu og Madalin Sorin Dragomir. Ionut og Dragomir eru á þrítugsaldri, en Badiu er á fertugsaldri.

Tveir menn sem ferðuðust með umræddum mönnum til Íslands á dögunum hafa greinst með Covid-19, og því leikur grunur á að það sama gæti átt við um þremenningana sem nú er leitað. Mennirnir eiga að vera í sóttkví.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir þremenninganna, eða vita hvar þeir eru niðurkomnir, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.


Tengdar fréttir

Mennirnir tveir sem voru handteknir eru með virk smit

Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×