Innlent

Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa

Sylvía Hall skrifar
Einstaklingarnir höfðu komið til landsins fyrir fjórum dögum.
Einstaklingarnir höfðu komið til landsins fyrir fjórum dögum. Vísir/vilhelm

Þrír einstaklingar voru handteknir í gær, grunaðir um þjófnað úr verslun á Selfossi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstaklinganna að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví, enda höfðu þeir komið til landsins fyrir fjórum dögum síðan. Var því ákveðið að senda þá í sýnatöku til þess að kanna hugsanleg kórónuveirusmit.

Tveir þeirra handteknu reyndust vera smitaðir af kórónuveirunni og hefur verið ákveðið að vista aðilana að beiðni sóttvarnalæknis. Frekari rannsóknir munu fara fram, til að mynda mótefnamæling, og leitað verður þeirra sem komu með einstaklingunum til landsins en þau sem voru handtekin ferðuðust með þremur öðrum.

Fjórtán lögreglumenn hjá lögreglunni á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu eru nú í sóttkví vegna málsins en ákvörðun um næstu skref verður tekin þegar niðurstöður úr frekari rannsóknum liggja fyrir.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×