Óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga hægi á árangri Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. júní 2020 16:09 Fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga hefst 22. júní. vísir/vilhelm Fjöldi þeirra sem dvelja í meira en sólarhring á Bráðamóttöku Landspítalans þrefaldaðist á milli áranna 2018 og 2019. Staðan er öllu betri í ár að sögn yfirlæknis, þá einna helst vegna opnunar hjúkrunarrýma á Sléttuvegi. Hann óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga stefni þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Í ársskýrslu spítalans sem kom út í gær kemur fram að 8.474 einstaklingar hefðu dvalið í meira en sólarhring á bráðamóttöku í fyrra, það eru að meðaltali 23 á dag. Árið 2018 voru það 6646 manns. Þetta er fjölgun um 26,7 prósent á milli ára. Staðan var áfram slæm í byrjun árs en 914 manns dvöldu í meira en sólarhring á bráðamóttökunni í janúar og 858 manns í febrúar. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir, segir að þetta hafi verið algjört ófremdarástand. „Það voru sjúklingar sem dvöldu hjá okkur í meira en viku þegar þetta var sem verst,“ segir Jón Magnús, en plássin eru um 35. Covid hægði á vinnunni Heilbrigðisráðherra setti á fót átakshóp í byrjun árs til að fjalla um vandann. Átakshópurinn skilaði tillögum sínum í lok febrúar og var strax farið að vinna að þeim að sögn Jóns Magnúsar. „Fyrsta skrefið var það að það var tekin ákvörðun innan Landspítalans um það að sjúklingar eigi ekki að dvelja lengur en sex klukkutíma á bráðamóttöku. Það er smám saman verið að vinna í undirhópum til þess að breyta ferlunum og kerfinu til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta gerist aftur,“ segir Jón Magnús. „Núna á vormánuðum hefur Covid fengið það mikla athygli að við erum kannski ekki komin eins langt og við hefðum viljað á þessum tíma.“ 35 pláss eru á bráðamóttökunni.Vísir/vilhelm Staðan gjörbreyttist á bráðamóttökunni í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Í mars dvöldu 255 manns í meira en sólarhring á bráðamóttökunni, 80 manns í apríl og 89 í maí. „Þetta er ekki langtímalausn, í sjálfu sér hefur ekki enn verið gert nóg til þess að koma í veg fyrir þetta gerist aftur.“ Jón Magnús hefur þó áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings í 15 mánuði og að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 22. júní. „Ef kemur til verkfalls hjúkrunarfræðinga að þá mun það stefna þessum árangri í hættu. Það mun líka seinka þeirri vinnu sem er í gangi við það að breyta ferlunum, og þá eru meiri líkur til þess að þetta endurtaki sig.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56 Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20 Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30 Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fjöldi þeirra sem dvelja í meira en sólarhring á Bráðamóttöku Landspítalans þrefaldaðist á milli áranna 2018 og 2019. Staðan er öllu betri í ár að sögn yfirlæknis, þá einna helst vegna opnunar hjúkrunarrýma á Sléttuvegi. Hann óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga stefni þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Í ársskýrslu spítalans sem kom út í gær kemur fram að 8.474 einstaklingar hefðu dvalið í meira en sólarhring á bráðamóttöku í fyrra, það eru að meðaltali 23 á dag. Árið 2018 voru það 6646 manns. Þetta er fjölgun um 26,7 prósent á milli ára. Staðan var áfram slæm í byrjun árs en 914 manns dvöldu í meira en sólarhring á bráðamóttökunni í janúar og 858 manns í febrúar. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir, segir að þetta hafi verið algjört ófremdarástand. „Það voru sjúklingar sem dvöldu hjá okkur í meira en viku þegar þetta var sem verst,“ segir Jón Magnús, en plássin eru um 35. Covid hægði á vinnunni Heilbrigðisráðherra setti á fót átakshóp í byrjun árs til að fjalla um vandann. Átakshópurinn skilaði tillögum sínum í lok febrúar og var strax farið að vinna að þeim að sögn Jóns Magnúsar. „Fyrsta skrefið var það að það var tekin ákvörðun innan Landspítalans um það að sjúklingar eigi ekki að dvelja lengur en sex klukkutíma á bráðamóttöku. Það er smám saman verið að vinna í undirhópum til þess að breyta ferlunum og kerfinu til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta gerist aftur,“ segir Jón Magnús. „Núna á vormánuðum hefur Covid fengið það mikla athygli að við erum kannski ekki komin eins langt og við hefðum viljað á þessum tíma.“ 35 pláss eru á bráðamóttökunni.Vísir/vilhelm Staðan gjörbreyttist á bráðamóttökunni í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Í mars dvöldu 255 manns í meira en sólarhring á bráðamóttökunni, 80 manns í apríl og 89 í maí. „Þetta er ekki langtímalausn, í sjálfu sér hefur ekki enn verið gert nóg til þess að koma í veg fyrir þetta gerist aftur.“ Jón Magnús hefur þó áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings í 15 mánuði og að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 22. júní. „Ef kemur til verkfalls hjúkrunarfræðinga að þá mun það stefna þessum árangri í hættu. Það mun líka seinka þeirri vinnu sem er í gangi við það að breyta ferlunum, og þá eru meiri líkur til þess að þetta endurtaki sig.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56 Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20 Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30 Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56
Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20
Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30
Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23