Ríkisstjórnarsamstarfið „fráleit pæling“ en traustið til staðar Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 12:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég vil vera mjög vel inn í öllum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um ummæli samstarfsmanns hennar í ríkisstjórn, Bjarna Benediktssonar, að hún sé nokkuð smámunasöm. Hún segist hafa mikinn áhuga á því sem hún gerir hverju sinni og það gildi næstum því um allt. „Fólk er bara rosalega ólíkt. Ég hef mjög mikla þörf fyrir að vera mjög vel inni í því sem ég er að gera. Það hefur alltaf loðað við mig, ég hef bara rosalegan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni. Ég get haft rosalegan áhuga á því hvernig rofarnir í stigaganginum mínum eiga að líta út.“ Hún segist hafa fengið að heyra það að hún sé góð í núvitund vegna þessa, enda geti hún einbeitt sér gríðarlega að því sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar þar sem þau fóru yfir víðan völl. Þar ræddu þau meðal annars ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem Katrín segir vera dálítið „fráleita pælingu“. „Hún er auðvitað dálítið fráleit, þessi pæling,“ segir Katrín en bætir við að það sem skipti miklu máli í heildarmyndinni séu þær manneskjur sem hún vinnur með hverju sinni. Þau séu öll ólíkir karakterar með ólíkar skoðanir en það ráði úrslitum að þau treysti hvoru öðru. „Ef þú treystir fólki er það eitthvað sem hægt er að leysa. Ég held við getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru, en við erum líka mjög meðvituð um það.“ Það sé hennar reynsla af stjórnmálum að traust í samskiptum geti komið fólki langt og þannig sé hægt að koma hlutum í framkvæmd. Sé traustið ekki til staðar verði samstarfið alltaf erfitt, en þau séu öll þrjósk og vilji láta þetta ganga upp. Það hafi í raun fátt annað verið í boði eftir síðustu kosningar. „Ég meina þetta voru sérstakar aðstæður. Við vorum að kjósa 2017 ári eftir að við vorum búin að kjósa. Manni leið bara eins og maður væri svolítið með sama prógrammið aftur, keyra nánast sömu málin inn í kosningabaráttu og allir svolítið: Bíddu vorum við ekki hérna í gær?“ Hún segir ríka kröfu hafa verið um það, bæði í stjórnmálunum og í samfélaginu öllu, að friður kæmist í stjórnmálin. Almenningur hafi viljað sjá starfhæfa stjórn, enda var kosið tvisvar með stuttu millibili og fólk orðið þreytt á löngum kosningabaráttum. „Mér fannst meiri þungi í því að flokkar yrðu að ná saman um starfhæfa stjórn. Mér fannst ofboðslegur þungi bæði innan flokkanna og hjá þessu venjulega fólki sem maður hitti.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12 Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
„Ég vil vera mjög vel inn í öllum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um ummæli samstarfsmanns hennar í ríkisstjórn, Bjarna Benediktssonar, að hún sé nokkuð smámunasöm. Hún segist hafa mikinn áhuga á því sem hún gerir hverju sinni og það gildi næstum því um allt. „Fólk er bara rosalega ólíkt. Ég hef mjög mikla þörf fyrir að vera mjög vel inni í því sem ég er að gera. Það hefur alltaf loðað við mig, ég hef bara rosalegan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni. Ég get haft rosalegan áhuga á því hvernig rofarnir í stigaganginum mínum eiga að líta út.“ Hún segist hafa fengið að heyra það að hún sé góð í núvitund vegna þessa, enda geti hún einbeitt sér gríðarlega að því sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar þar sem þau fóru yfir víðan völl. Þar ræddu þau meðal annars ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem Katrín segir vera dálítið „fráleita pælingu“. „Hún er auðvitað dálítið fráleit, þessi pæling,“ segir Katrín en bætir við að það sem skipti miklu máli í heildarmyndinni séu þær manneskjur sem hún vinnur með hverju sinni. Þau séu öll ólíkir karakterar með ólíkar skoðanir en það ráði úrslitum að þau treysti hvoru öðru. „Ef þú treystir fólki er það eitthvað sem hægt er að leysa. Ég held við getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru, en við erum líka mjög meðvituð um það.“ Það sé hennar reynsla af stjórnmálum að traust í samskiptum geti komið fólki langt og þannig sé hægt að koma hlutum í framkvæmd. Sé traustið ekki til staðar verði samstarfið alltaf erfitt, en þau séu öll þrjósk og vilji láta þetta ganga upp. Það hafi í raun fátt annað verið í boði eftir síðustu kosningar. „Ég meina þetta voru sérstakar aðstæður. Við vorum að kjósa 2017 ári eftir að við vorum búin að kjósa. Manni leið bara eins og maður væri svolítið með sama prógrammið aftur, keyra nánast sömu málin inn í kosningabaráttu og allir svolítið: Bíddu vorum við ekki hérna í gær?“ Hún segir ríka kröfu hafa verið um það, bæði í stjórnmálunum og í samfélaginu öllu, að friður kæmist í stjórnmálin. Almenningur hafi viljað sjá starfhæfa stjórn, enda var kosið tvisvar með stuttu millibili og fólk orðið þreytt á löngum kosningabaráttum. „Mér fannst meiri þungi í því að flokkar yrðu að ná saman um starfhæfa stjórn. Mér fannst ofboðslegur þungi bæði innan flokkanna og hjá þessu venjulega fólki sem maður hitti.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12 Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12
Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34