Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 13:12 Katrín gantaðist með það hversu furðulegt það væri að formaður helsta andstæðings flokksins til margra ára héldi ávarp á degi sem þessum. Vísir/Frikki Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu í dag en níutíu ár eru liðin frá sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Í tilefni dagsins var boðið upp á hátíðardagskrá á fjölskylduhátíð í Valhöll. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á hátíðinni og fór hún fögrum orðum um Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann flokksins. Hún hóf mál sitt á því að gefa í skyn að það væri kannski örlítið skrítið að formaður vinstri hreyfingarinnar, sem lengi vel hefur verið helsti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum, væri þar kominn til þess að ávarpa flokksmenn „En það er þannig í afmælum að þá sleppir maður öllu því sem miður hefur farið,“ sagði Katrín og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Hún lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að það væri gott fólk í öllum stjórnmálaflokkum og það væri gott veganesti að hafa það hugfast í pólitík. Þá þakkaði hún ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og nefndi þar Bjarna Benediktsson sérstaklega sem hún sagði vera einn besta samstarfsmann sem hún hefur nokkurn tímann haft við mikinn fögnuð hátíðargesta. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnar- og samgönguráðherra var einnig með ávarp sem og Heiða Björg Hilmisdóttir fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þá vakti það mikla kátínu meðal viðstaddra þegar Þórdís Kolbrún vakti máls á því að enginn frá Miðflokknum hefði mætt til þess að fagna afmælinu með Sjálfstæðismönnum, enda væru þeir uppteknir við önnur ræðuhöld.Sigurður Ingi Jóhannsson kom færandi hendi.Vísir/FrikkiHeiða Björg Hilmisdóttir færði Bjarna blóm og bók í tilefni dagsins.Vísir/Frikki Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu í dag en níutíu ár eru liðin frá sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Í tilefni dagsins var boðið upp á hátíðardagskrá á fjölskylduhátíð í Valhöll. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á hátíðinni og fór hún fögrum orðum um Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann flokksins. Hún hóf mál sitt á því að gefa í skyn að það væri kannski örlítið skrítið að formaður vinstri hreyfingarinnar, sem lengi vel hefur verið helsti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum, væri þar kominn til þess að ávarpa flokksmenn „En það er þannig í afmælum að þá sleppir maður öllu því sem miður hefur farið,“ sagði Katrín og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Hún lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að það væri gott fólk í öllum stjórnmálaflokkum og það væri gott veganesti að hafa það hugfast í pólitík. Þá þakkaði hún ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og nefndi þar Bjarna Benediktsson sérstaklega sem hún sagði vera einn besta samstarfsmann sem hún hefur nokkurn tímann haft við mikinn fögnuð hátíðargesta. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnar- og samgönguráðherra var einnig með ávarp sem og Heiða Björg Hilmisdóttir fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þá vakti það mikla kátínu meðal viðstaddra þegar Þórdís Kolbrún vakti máls á því að enginn frá Miðflokknum hefði mætt til þess að fagna afmælinu með Sjálfstæðismönnum, enda væru þeir uppteknir við önnur ræðuhöld.Sigurður Ingi Jóhannsson kom færandi hendi.Vísir/FrikkiHeiða Björg Hilmisdóttir færði Bjarna blóm og bók í tilefni dagsins.Vísir/Frikki
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira