Innlent

Ás­laug Arna boðar til blaða­manna­fundar

Sylvía Hall skrifar
Dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 14.
Dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 14. Vísir/Vilhelm

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Fundurinn hefst klukkan 14.

Ásamt Áslaugu Örnu verða þeir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum og munu þeir einnig sitja fyrir svörum.

Á fundinum verða breytingar á reglum um komu ferðamanna til landsins ræddar, en þær taka gildi þann 15. júní næstkomandi.

Sýnt verður frá fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Þá verður fundurinn einnig í beinni textalýsingu á vefnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×