Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2020 09:52 Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landvernd kærði framkvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur veitti Vegagerðinni í febrúar fyrir Teigsskógarleið og krafðist þess um leið að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvaði verkið þar til endanlegur úrskurður lægi fyrir. Þeirri kröfu Landverndar hefur nú verið hafnað. En lítur Vegagerðin á þetta sem áfangasigur? „Ja, þetta er allavega.. verkið kemst af stað. Við erum búnir að bíða lengi eftir því. En það er ekki komin heildarniðurstaða en nefndin er búin að gefa það út að hún muni úrskurða ekki síðar en í haust,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin hyggst byrja á tengivegunum að Gufudal og Djúpadal. Kaflinn að Gufudal er hluti núverandi Vestfjarðavegar.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Þangað til er Vegagerðinni heimilt að byrja á tveimur tengivegum, annars vegar að Gufudal og hins vegar að Djúpadal, og ætlar að drífa verkið af stað. „Og stefnum að því að bjóða út annan eða báða, bara í mánuðinum.“ -Og hvenær gætu þá framkvæmdir hafist? „Það þýðir að menn byrja ekki fyrr en um miðjan ágúst, eitthvað svoleiðis – að þeir fari að hreyfa við jarðvegi. Og svo myndi þessu verkefni ljúka næsta sumar." Nýr sjö kílómetra malbikskafli milli Skálaness og Gufudals yrði hluti núverandi Vestfjarðavegar. „Sem verður þá lagður bundnu slitlagi næsta sumar. Og hann mun í öllu falli, hver sem endirinn verður, nýtast umferðinni í allmörg ár.“ Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og Þorskafjörður verður jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Eigendur tveggja jarða neita hins vegar að láta landið af hendi undir veg. „Það þýðir þá að öllum líkindum að við neyðumst til að fara í eignarnám.“ Magnús vonast þó til að framhaldið fáist á hreint í haust. „En við bara erum bjartsýnir og vonumst þá til að geta farið af stað í haust með það að geta boðið stóran hluta af framkvæmdinni út,“ segir framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Samgöngur Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landvernd kærði framkvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur veitti Vegagerðinni í febrúar fyrir Teigsskógarleið og krafðist þess um leið að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvaði verkið þar til endanlegur úrskurður lægi fyrir. Þeirri kröfu Landverndar hefur nú verið hafnað. En lítur Vegagerðin á þetta sem áfangasigur? „Ja, þetta er allavega.. verkið kemst af stað. Við erum búnir að bíða lengi eftir því. En það er ekki komin heildarniðurstaða en nefndin er búin að gefa það út að hún muni úrskurða ekki síðar en í haust,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin hyggst byrja á tengivegunum að Gufudal og Djúpadal. Kaflinn að Gufudal er hluti núverandi Vestfjarðavegar.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Þangað til er Vegagerðinni heimilt að byrja á tveimur tengivegum, annars vegar að Gufudal og hins vegar að Djúpadal, og ætlar að drífa verkið af stað. „Og stefnum að því að bjóða út annan eða báða, bara í mánuðinum.“ -Og hvenær gætu þá framkvæmdir hafist? „Það þýðir að menn byrja ekki fyrr en um miðjan ágúst, eitthvað svoleiðis – að þeir fari að hreyfa við jarðvegi. Og svo myndi þessu verkefni ljúka næsta sumar." Nýr sjö kílómetra malbikskafli milli Skálaness og Gufudals yrði hluti núverandi Vestfjarðavegar. „Sem verður þá lagður bundnu slitlagi næsta sumar. Og hann mun í öllu falli, hver sem endirinn verður, nýtast umferðinni í allmörg ár.“ Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og Þorskafjörður verður jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Eigendur tveggja jarða neita hins vegar að láta landið af hendi undir veg. „Það þýðir þá að öllum líkindum að við neyðumst til að fara í eignarnám.“ Magnús vonast þó til að framhaldið fáist á hreint í haust. „En við bara erum bjartsýnir og vonumst þá til að geta farið af stað í haust með það að geta boðið stóran hluta af framkvæmdinni út,“ segir framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Samgöngur Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33