Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 07:26 Stjórnarráðið. Samkvæmt nýjum lögum hefur forsætisráðherra heimild til þess að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Vilhelm/Vísír Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi móttekið kröfuna og vísað henni til setts ríkislögmanns sem fer nú yfir málið. Arnar Þór var tveggja ára þegar blóðfaðir hans, Tryggvi Rúnar, var hnepptur í gæsluvarðhald árið 1975 í tengslum við rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar, en hann er annar tveggja sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða er kennt við. Hann var síðan látinn laus úr fangelsi árið 1981. Arnar var ættleiddur árið 1985, þá 12 ára. Í nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er kveðið á um að greiða skuli bætur til hinna sýknuðu sem eru á lífi og eftirlifandi barna og maka þeirra. Erfðaréttur fellur niður við ættleiðingu samkvæmt núgildandi erfðalögum. Lög um bætur til hinna sýknuðu taka hins vegar ekki á rétti erfingja, heldur er orðalagið á þann veg að tekið er til bótaréttar eftirlifandi maka og barna. Krafan sem Arnar Þór hefur sett fram á hendur ríkinu byggir á því að óumdeilt sé að hann sé sonur Tryggva Rúnars og hann hafi aldrei fengið bætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Þá byggir Arnar á því að eftirlifandi eiginkona Tryggva og ættleidd dóttir hafi báðar fengið bætur upp á 85 milljónir í sinn hlut vegna málsins. Í kröfunni er ríkinu veittur frestur til 15. júní næstkomandi til að bregðast við. Verði það ekki gert áskilur Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi móttekið kröfuna og vísað henni til setts ríkislögmanns sem fer nú yfir málið. Arnar Þór var tveggja ára þegar blóðfaðir hans, Tryggvi Rúnar, var hnepptur í gæsluvarðhald árið 1975 í tengslum við rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar, en hann er annar tveggja sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða er kennt við. Hann var síðan látinn laus úr fangelsi árið 1981. Arnar var ættleiddur árið 1985, þá 12 ára. Í nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er kveðið á um að greiða skuli bætur til hinna sýknuðu sem eru á lífi og eftirlifandi barna og maka þeirra. Erfðaréttur fellur niður við ættleiðingu samkvæmt núgildandi erfðalögum. Lög um bætur til hinna sýknuðu taka hins vegar ekki á rétti erfingja, heldur er orðalagið á þann veg að tekið er til bótaréttar eftirlifandi maka og barna. Krafan sem Arnar Þór hefur sett fram á hendur ríkinu byggir á því að óumdeilt sé að hann sé sonur Tryggva Rúnars og hann hafi aldrei fengið bætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Þá byggir Arnar á því að eftirlifandi eiginkona Tryggva og ættleidd dóttir hafi báðar fengið bætur upp á 85 milljónir í sinn hlut vegna málsins. Í kröfunni er ríkinu veittur frestur til 15. júní næstkomandi til að bregðast við. Verði það ekki gert áskilur Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira