Innlent

Hannes Hólmsteinn segir Þorvald bitran andstæðing Sjálfstæðisflokksins

Jakob Bjarnar skrifar
Hannes segir að nú vilji Þorvaldur kynna sig á erlendum vettvangi sem hlutlaus fræðimaður en það sé hann ekki heldur óþreytandi og bitur andstæðingur Sjálfstæðisflokksins.
Hannes segir að nú vilji Þorvaldur kynna sig á erlendum vettvangi sem hlutlaus fræðimaður en það sé hann ekki heldur óþreytandi og bitur andstæðingur Sjálfstæðisflokksins.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir kollega sinn við Háskóla Íslands, Þorvald Gylfason, vilja gefa af sér þá mynd að hann sé hlutlaus fræðimaður en það sé fjarri sanni.

Hannes blandar sér í umræðuna um mál Þorvaldar en eins og Vísir auk flestra fjölmiðla landsins hafa greint frá lagði fulltrúi fjármálaráðuneytisins stein í götu Þorvaldar varðandi skipan hans sem ritstjóra norræns fræðirits.

Hannes skrifar stutta færslu á Facebooksíðu sína, skrifar hana á ensku, þar sem hann gefur lítið fyrir málstað Þorvaldar. 

Hann segir Þorvald vilja gefa af sér þá mynd á erlendum vettvangi að hann sé hlutlaus fræðimaður. En það sé af og frá. Hannes birtir mynd af Þorvaldi þar sem hann veitir verðlaunum viðtöku, verðlaunum sem Hannes segir að séu sérstök verðlaun sósíalistahreyfingar; á vegum ungra sósíalista árið 2007.

Þorvaldur hefur verið óþreytandi baráttumaður fyrir aukinni skattheimtu, þjóðnýtingu fiskimiða og bitur andstæðingur Sjálfstæðisflokksins, sem að sögn Hannesar er frjálslyndur íhaldsflokkur, sá stærsti landsins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×