Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 23:47 Guðmundur Andri Thorsson hefur kallað eftir því að Bjarni Benediktsson komi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Frá þessu greinir Guðmundur Andri á Facebook-síðu sinni en Kjarninn greindi frá því í dag að starfsmaður ráðuneytisins hafi gefið það út til annarra norrænna fjármálaráðuneyta og til Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðuneytið gæti ekki stutt ráðningu Þorvaldar vegna starfa hans í pólitík. Fjármálaráðuneytið svaraði fyrirspurn Kjarnans á þann veg að stuðst hafi verið við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald, en hver sem er getur breytt upplýsingum á vefsíðunni. Á Wikipedia-síðunni segir að Þorvaldur sé formaður Lýðræðisvaktarinnar, sem bauð fram til Alþingiskosninga árið 2013 en hlaut að eins 2,46 prósent atkvæða. Þorvaldur hætti í stjórn flokksins í október árið 2013. Þorvaldur fékk aðgang að gögnum málsins á grundvelli upplýsingalaga en honum hefði verið boðin staðan í nóvember á síðasta ári. Þó þurfa öll ríki að vera sammála um ráðningu ritstjórans og lagðist íslenska fjármálaráðuneytið gegn ráðningu Þorvaldar, og sagðist frekar vilja leggja til Íslending síðar en að Þorvaldur yrði ráðinn núna. Í tölvupóstsamskiptum Þorvaldar við embættismann ráðherranefndarinnar frá 1. nóvember, sem fréttastofa hefur undir höndum, er honum þakkað fyrir að þiggja stöðuna og útlit fyrir að ráðning hans liggi fyrir. Í samskiptunum er jafnframt rætt að Þorvaldi sé heimilt að ráða sér aðstoðarritstjóra lýst yfir tilhlökkun fyrir komandi samstarfi við ritstjórn blaðsins þar sem sérfræðikunnátta hans komi að góðum notum. Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Frá þessu greinir Guðmundur Andri á Facebook-síðu sinni en Kjarninn greindi frá því í dag að starfsmaður ráðuneytisins hafi gefið það út til annarra norrænna fjármálaráðuneyta og til Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðuneytið gæti ekki stutt ráðningu Þorvaldar vegna starfa hans í pólitík. Fjármálaráðuneytið svaraði fyrirspurn Kjarnans á þann veg að stuðst hafi verið við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald, en hver sem er getur breytt upplýsingum á vefsíðunni. Á Wikipedia-síðunni segir að Þorvaldur sé formaður Lýðræðisvaktarinnar, sem bauð fram til Alþingiskosninga árið 2013 en hlaut að eins 2,46 prósent atkvæða. Þorvaldur hætti í stjórn flokksins í október árið 2013. Þorvaldur fékk aðgang að gögnum málsins á grundvelli upplýsingalaga en honum hefði verið boðin staðan í nóvember á síðasta ári. Þó þurfa öll ríki að vera sammála um ráðningu ritstjórans og lagðist íslenska fjármálaráðuneytið gegn ráðningu Þorvaldar, og sagðist frekar vilja leggja til Íslending síðar en að Þorvaldur yrði ráðinn núna. Í tölvupóstsamskiptum Þorvaldar við embættismann ráðherranefndarinnar frá 1. nóvember, sem fréttastofa hefur undir höndum, er honum þakkað fyrir að þiggja stöðuna og útlit fyrir að ráðning hans liggi fyrir. Í samskiptunum er jafnframt rætt að Þorvaldi sé heimilt að ráða sér aðstoðarritstjóra lýst yfir tilhlökkun fyrir komandi samstarfi við ritstjórn blaðsins þar sem sérfræðikunnátta hans komi að góðum notum.
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent