Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 23:47 Guðmundur Andri Thorsson hefur kallað eftir því að Bjarni Benediktsson komi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Frá þessu greinir Guðmundur Andri á Facebook-síðu sinni en Kjarninn greindi frá því í dag að starfsmaður ráðuneytisins hafi gefið það út til annarra norrænna fjármálaráðuneyta og til Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðuneytið gæti ekki stutt ráðningu Þorvaldar vegna starfa hans í pólitík. Fjármálaráðuneytið svaraði fyrirspurn Kjarnans á þann veg að stuðst hafi verið við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald, en hver sem er getur breytt upplýsingum á vefsíðunni. Á Wikipedia-síðunni segir að Þorvaldur sé formaður Lýðræðisvaktarinnar, sem bauð fram til Alþingiskosninga árið 2013 en hlaut að eins 2,46 prósent atkvæða. Þorvaldur hætti í stjórn flokksins í október árið 2013. Þorvaldur fékk aðgang að gögnum málsins á grundvelli upplýsingalaga en honum hefði verið boðin staðan í nóvember á síðasta ári. Þó þurfa öll ríki að vera sammála um ráðningu ritstjórans og lagðist íslenska fjármálaráðuneytið gegn ráðningu Þorvaldar, og sagðist frekar vilja leggja til Íslending síðar en að Þorvaldur yrði ráðinn núna. Í tölvupóstsamskiptum Þorvaldar við embættismann ráðherranefndarinnar frá 1. nóvember, sem fréttastofa hefur undir höndum, er honum þakkað fyrir að þiggja stöðuna og útlit fyrir að ráðning hans liggi fyrir. Í samskiptunum er jafnframt rætt að Þorvaldi sé heimilt að ráða sér aðstoðarritstjóra lýst yfir tilhlökkun fyrir komandi samstarfi við ritstjórn blaðsins þar sem sérfræðikunnátta hans komi að góðum notum. Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Frá þessu greinir Guðmundur Andri á Facebook-síðu sinni en Kjarninn greindi frá því í dag að starfsmaður ráðuneytisins hafi gefið það út til annarra norrænna fjármálaráðuneyta og til Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðuneytið gæti ekki stutt ráðningu Þorvaldar vegna starfa hans í pólitík. Fjármálaráðuneytið svaraði fyrirspurn Kjarnans á þann veg að stuðst hafi verið við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald, en hver sem er getur breytt upplýsingum á vefsíðunni. Á Wikipedia-síðunni segir að Þorvaldur sé formaður Lýðræðisvaktarinnar, sem bauð fram til Alþingiskosninga árið 2013 en hlaut að eins 2,46 prósent atkvæða. Þorvaldur hætti í stjórn flokksins í október árið 2013. Þorvaldur fékk aðgang að gögnum málsins á grundvelli upplýsingalaga en honum hefði verið boðin staðan í nóvember á síðasta ári. Þó þurfa öll ríki að vera sammála um ráðningu ritstjórans og lagðist íslenska fjármálaráðuneytið gegn ráðningu Þorvaldar, og sagðist frekar vilja leggja til Íslending síðar en að Þorvaldur yrði ráðinn núna. Í tölvupóstsamskiptum Þorvaldar við embættismann ráðherranefndarinnar frá 1. nóvember, sem fréttastofa hefur undir höndum, er honum þakkað fyrir að þiggja stöðuna og útlit fyrir að ráðning hans liggi fyrir. Í samskiptunum er jafnframt rætt að Þorvaldi sé heimilt að ráða sér aðstoðarritstjóra lýst yfir tilhlökkun fyrir komandi samstarfi við ritstjórn blaðsins þar sem sérfræðikunnátta hans komi að góðum notum.
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira