Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2020 12:11 Konurnar í kórnum munu byrja á að syngja á austustu einbreiðu brú sýslunnar í Lóni snemma morguns laugardaginn 13. júní og síðan munu þær syngja sig í vesturátt og enda á vestustu brúnni í Öræfum. Stjórnandi kórsins er Heiðar Sigurðsson. Úr einkasafni kórsins. Um fjörutíu konur á Hornafirði þeysast nú á milli þeirra sautján einbreiðu brúa, sem eru í Austur-Skaftafellssýslu og prófa að syngja á þeim áður en formlegir tónleikar verða haldnir á öllum brúnum um næstu helgi, eða laugardaginn 13. júní. Hér eru við að tala um hressar og skemmtilegar konur í Kvennakór Hornafjarðar, 22 ára gömlum kór þar sem Heiðar Sigurðsson er stjórnandi kórsins. Konurnar ætla að slá botninn í vetrarstarfið, sem var mjög óvenjulegt vegna kórónuveirunnar með því að syngja á öllum einbreiðum brúum í Austur Skaftafellsýslu laugardaginn 13. júní en brýrnar eru 17 talsins. Með söngnum vilja þær líka vekja athygli á nauðsyn þess að fækka einbreiðum brúm í sýslunni. Guðbjörg Garðarsdóttir er í undirbúningsnefnd fyrri verkefnið. „Já, sýslan okkar er með lang flestum einbreiðum brúm á Íslandi og það er árið 2020, þannig að við ætlum að vekja athygli á því og okkur í leiðinni.“ En dugar einn dagur í að syngja á sautján brúm? „Það er varla, þetta er rosalega strembið, við erum búnar að vera að taka tíma, hvað tekur langan tíma að keyra á milli og hvað það tekur 30 til 40 konur langan tíma og ganga úr og í rútu og hvað við megum stoppa lengi á hverri brú,“ segir Guðbjörg og bætir því við að það verði mjög mismunandi eftir brúm hvaða lög verða sungin hverju sinni. Það er mikil tilhlökkun hjá konunum í Kvennakór Hornafjarðar að taka þátt í brúarsöngnum laugardaginn 13. júní 2020.Úr einkasafni kórsins. Framtak kórsins hefur vakið mikla athygli. „Já, þetta er mjög skemmtilegt og við erum að fá mjög góð viðbrögð við uppátækinu. Við erum aðallega að gera þetta til að skemmta okkur og hittast eftir samkomubann, við erum bara mjög spenntar, vonandi koma einhverjir og hlusta á okkur,“ segir Guðbjörg og hlær. Hornafjörður Menning Kórar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Um fjörutíu konur á Hornafirði þeysast nú á milli þeirra sautján einbreiðu brúa, sem eru í Austur-Skaftafellssýslu og prófa að syngja á þeim áður en formlegir tónleikar verða haldnir á öllum brúnum um næstu helgi, eða laugardaginn 13. júní. Hér eru við að tala um hressar og skemmtilegar konur í Kvennakór Hornafjarðar, 22 ára gömlum kór þar sem Heiðar Sigurðsson er stjórnandi kórsins. Konurnar ætla að slá botninn í vetrarstarfið, sem var mjög óvenjulegt vegna kórónuveirunnar með því að syngja á öllum einbreiðum brúum í Austur Skaftafellsýslu laugardaginn 13. júní en brýrnar eru 17 talsins. Með söngnum vilja þær líka vekja athygli á nauðsyn þess að fækka einbreiðum brúm í sýslunni. Guðbjörg Garðarsdóttir er í undirbúningsnefnd fyrri verkefnið. „Já, sýslan okkar er með lang flestum einbreiðum brúm á Íslandi og það er árið 2020, þannig að við ætlum að vekja athygli á því og okkur í leiðinni.“ En dugar einn dagur í að syngja á sautján brúm? „Það er varla, þetta er rosalega strembið, við erum búnar að vera að taka tíma, hvað tekur langan tíma að keyra á milli og hvað það tekur 30 til 40 konur langan tíma og ganga úr og í rútu og hvað við megum stoppa lengi á hverri brú,“ segir Guðbjörg og bætir því við að það verði mjög mismunandi eftir brúm hvaða lög verða sungin hverju sinni. Það er mikil tilhlökkun hjá konunum í Kvennakór Hornafjarðar að taka þátt í brúarsöngnum laugardaginn 13. júní 2020.Úr einkasafni kórsins. Framtak kórsins hefur vakið mikla athygli. „Já, þetta er mjög skemmtilegt og við erum að fá mjög góð viðbrögð við uppátækinu. Við erum aðallega að gera þetta til að skemmta okkur og hittast eftir samkomubann, við erum bara mjög spenntar, vonandi koma einhverjir og hlusta á okkur,“ segir Guðbjörg og hlær.
Hornafjörður Menning Kórar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent