Einkaþota sækir dýrmæt blóðkorn úr Íslendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2020 22:16 Þotan lendir á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Hún er af gerðinni Grumman Gulfstream, sem er ein dýrasta gerðin af einkaþotum. Vísir/KMU. Einkaþota af gerðinni Grumman Gulfstream, sem komin var alla leið frá vesturströnd Bandaríkjanna, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans, hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum, gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi því henni er ætlað að vera vopn til að sigrast á kórónufaraldrinum, sem þjakað hefur heimsbyggðina undanfarna mánuði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, þar sem rætt var við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að blóðkornin verði notuð til að búa til mótefni gegn kórónuveirunni. Þotan er á vegum móðurfyrirtækis DeCode, lyfjafyrirtækisins Amgen. Sagði RÚV að þotan myndi fljúga með sýnin til Bresku Kólumbíu í Kanada á rannsóknarstofu fyrirtækisins. Frosti Jónsson frá Íslenskri erfðagreiningu og Halldóra Vífilsdóttir, einn blóðgjafanna, koma með blóðkornin dýrmætu niður á Reykjavíkurflugvöll í kvöld.Vísir/KMU. Þotan lenti laust fyrir klukkan átta í kvöld og skömmu síðar komu Frosti Jónsson, efnaverkfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Halldóra Vífilsdóttir, einn Íslendinganna þriggja sem gáfu blóðsýnin, með kassann í flugafgreiðslu Ace FBO fyrir aftan Loftleiðahótelið. Halldóra kvaðst í samtali við Vísi hafa viljað fylgja þessum hluta af sjálfri sér alla leið niður á flugvöll. Eins hafi hún verið forvitin um hvernig svona flutningur færi fram. Í frétt RÚV sagði að Íslendingarnir þrír hafi verið í Blóðbankanum fyrr í dag í tvo klukkutíma hver að láta taka úr sér blóð. Hvítu blóðkornin hafi svo verið einangruð úr blóðinu. Áður hafi hvít blóðkorn úr þremur öðrum Íslendingum verið flutt til Kanada sömu leið. Þeir sex eigi það sameiginlegt að hafa verið með mikið af mótefni í blóðinu en einnig það að hafa ekki orðið mikið veikir af veirunni. Flugmennirnir bera farminn út í flugvélina í kvöld. Áfangastaðurinn er Vancouver í Kanada.Vísir/KMU. Haft var eftir Kára Stefánssyni að búið væri að velja úr hvítu blóðkornum þessara einstaklinga þau blóðkorn sem búa til mótefni gegn þeim hluta veirunnar sem mönnum þætti mikilvægast að hafa mótefni gegn. Flugmenn þotunnar, sem fréttmaður Stöðvar 2 ræddi við eftir lendingu, sögðust hafa flogið beint frá Kaliforníu án millilendingar til Íslands. Frá Reykjavík yrði síðan flogið til Vancouver í Kanada. Fjögurra manna áhöfn var um borð í þotunni, sem hafði aðeins um 45 mínútna viðdvöl áður en haldið var í loftið á ný vestur um haf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Einkaþota af gerðinni Grumman Gulfstream, sem komin var alla leið frá vesturströnd Bandaríkjanna, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans, hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum, gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi því henni er ætlað að vera vopn til að sigrast á kórónufaraldrinum, sem þjakað hefur heimsbyggðina undanfarna mánuði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, þar sem rætt var við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að blóðkornin verði notuð til að búa til mótefni gegn kórónuveirunni. Þotan er á vegum móðurfyrirtækis DeCode, lyfjafyrirtækisins Amgen. Sagði RÚV að þotan myndi fljúga með sýnin til Bresku Kólumbíu í Kanada á rannsóknarstofu fyrirtækisins. Frosti Jónsson frá Íslenskri erfðagreiningu og Halldóra Vífilsdóttir, einn blóðgjafanna, koma með blóðkornin dýrmætu niður á Reykjavíkurflugvöll í kvöld.Vísir/KMU. Þotan lenti laust fyrir klukkan átta í kvöld og skömmu síðar komu Frosti Jónsson, efnaverkfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Halldóra Vífilsdóttir, einn Íslendinganna þriggja sem gáfu blóðsýnin, með kassann í flugafgreiðslu Ace FBO fyrir aftan Loftleiðahótelið. Halldóra kvaðst í samtali við Vísi hafa viljað fylgja þessum hluta af sjálfri sér alla leið niður á flugvöll. Eins hafi hún verið forvitin um hvernig svona flutningur færi fram. Í frétt RÚV sagði að Íslendingarnir þrír hafi verið í Blóðbankanum fyrr í dag í tvo klukkutíma hver að láta taka úr sér blóð. Hvítu blóðkornin hafi svo verið einangruð úr blóðinu. Áður hafi hvít blóðkorn úr þremur öðrum Íslendingum verið flutt til Kanada sömu leið. Þeir sex eigi það sameiginlegt að hafa verið með mikið af mótefni í blóðinu en einnig það að hafa ekki orðið mikið veikir af veirunni. Flugmennirnir bera farminn út í flugvélina í kvöld. Áfangastaðurinn er Vancouver í Kanada.Vísir/KMU. Haft var eftir Kára Stefánssyni að búið væri að velja úr hvítu blóðkornum þessara einstaklinga þau blóðkorn sem búa til mótefni gegn þeim hluta veirunnar sem mönnum þætti mikilvægast að hafa mótefni gegn. Flugmenn þotunnar, sem fréttmaður Stöðvar 2 ræddi við eftir lendingu, sögðust hafa flogið beint frá Kaliforníu án millilendingar til Íslands. Frá Reykjavík yrði síðan flogið til Vancouver í Kanada. Fjögurra manna áhöfn var um borð í þotunni, sem hafði aðeins um 45 mínútna viðdvöl áður en haldið var í loftið á ný vestur um haf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira