Einkaþota sækir dýrmæt blóðkorn úr Íslendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2020 22:16 Þotan lendir á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Hún er af gerðinni Grumman Gulfstream, sem er ein dýrasta gerðin af einkaþotum. Vísir/KMU. Einkaþota af gerðinni Grumman Gulfstream, sem komin var alla leið frá vesturströnd Bandaríkjanna, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans, hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum, gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi því henni er ætlað að vera vopn til að sigrast á kórónufaraldrinum, sem þjakað hefur heimsbyggðina undanfarna mánuði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, þar sem rætt var við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að blóðkornin verði notuð til að búa til mótefni gegn kórónuveirunni. Þotan er á vegum móðurfyrirtækis DeCode, lyfjafyrirtækisins Amgen. Sagði RÚV að þotan myndi fljúga með sýnin til Bresku Kólumbíu í Kanada á rannsóknarstofu fyrirtækisins. Frosti Jónsson frá Íslenskri erfðagreiningu og Halldóra Vífilsdóttir, einn blóðgjafanna, koma með blóðkornin dýrmætu niður á Reykjavíkurflugvöll í kvöld.Vísir/KMU. Þotan lenti laust fyrir klukkan átta í kvöld og skömmu síðar komu Frosti Jónsson, efnaverkfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Halldóra Vífilsdóttir, einn Íslendinganna þriggja sem gáfu blóðsýnin, með kassann í flugafgreiðslu Ace FBO fyrir aftan Loftleiðahótelið. Halldóra kvaðst í samtali við Vísi hafa viljað fylgja þessum hluta af sjálfri sér alla leið niður á flugvöll. Eins hafi hún verið forvitin um hvernig svona flutningur færi fram. Í frétt RÚV sagði að Íslendingarnir þrír hafi verið í Blóðbankanum fyrr í dag í tvo klukkutíma hver að láta taka úr sér blóð. Hvítu blóðkornin hafi svo verið einangruð úr blóðinu. Áður hafi hvít blóðkorn úr þremur öðrum Íslendingum verið flutt til Kanada sömu leið. Þeir sex eigi það sameiginlegt að hafa verið með mikið af mótefni í blóðinu en einnig það að hafa ekki orðið mikið veikir af veirunni. Flugmennirnir bera farminn út í flugvélina í kvöld. Áfangastaðurinn er Vancouver í Kanada.Vísir/KMU. Haft var eftir Kára Stefánssyni að búið væri að velja úr hvítu blóðkornum þessara einstaklinga þau blóðkorn sem búa til mótefni gegn þeim hluta veirunnar sem mönnum þætti mikilvægast að hafa mótefni gegn. Flugmenn þotunnar, sem fréttmaður Stöðvar 2 ræddi við eftir lendingu, sögðust hafa flogið beint frá Kaliforníu án millilendingar til Íslands. Frá Reykjavík yrði síðan flogið til Vancouver í Kanada. Fjögurra manna áhöfn var um borð í þotunni, sem hafði aðeins um 45 mínútna viðdvöl áður en haldið var í loftið á ný vestur um haf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Einkaþota af gerðinni Grumman Gulfstream, sem komin var alla leið frá vesturströnd Bandaríkjanna, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans, hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum, gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi því henni er ætlað að vera vopn til að sigrast á kórónufaraldrinum, sem þjakað hefur heimsbyggðina undanfarna mánuði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, þar sem rætt var við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að blóðkornin verði notuð til að búa til mótefni gegn kórónuveirunni. Þotan er á vegum móðurfyrirtækis DeCode, lyfjafyrirtækisins Amgen. Sagði RÚV að þotan myndi fljúga með sýnin til Bresku Kólumbíu í Kanada á rannsóknarstofu fyrirtækisins. Frosti Jónsson frá Íslenskri erfðagreiningu og Halldóra Vífilsdóttir, einn blóðgjafanna, koma með blóðkornin dýrmætu niður á Reykjavíkurflugvöll í kvöld.Vísir/KMU. Þotan lenti laust fyrir klukkan átta í kvöld og skömmu síðar komu Frosti Jónsson, efnaverkfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Halldóra Vífilsdóttir, einn Íslendinganna þriggja sem gáfu blóðsýnin, með kassann í flugafgreiðslu Ace FBO fyrir aftan Loftleiðahótelið. Halldóra kvaðst í samtali við Vísi hafa viljað fylgja þessum hluta af sjálfri sér alla leið niður á flugvöll. Eins hafi hún verið forvitin um hvernig svona flutningur færi fram. Í frétt RÚV sagði að Íslendingarnir þrír hafi verið í Blóðbankanum fyrr í dag í tvo klukkutíma hver að láta taka úr sér blóð. Hvítu blóðkornin hafi svo verið einangruð úr blóðinu. Áður hafi hvít blóðkorn úr þremur öðrum Íslendingum verið flutt til Kanada sömu leið. Þeir sex eigi það sameiginlegt að hafa verið með mikið af mótefni í blóðinu en einnig það að hafa ekki orðið mikið veikir af veirunni. Flugmennirnir bera farminn út í flugvélina í kvöld. Áfangastaðurinn er Vancouver í Kanada.Vísir/KMU. Haft var eftir Kára Stefánssyni að búið væri að velja úr hvítu blóðkornum þessara einstaklinga þau blóðkorn sem búa til mótefni gegn þeim hluta veirunnar sem mönnum þætti mikilvægast að hafa mótefni gegn. Flugmenn þotunnar, sem fréttmaður Stöðvar 2 ræddi við eftir lendingu, sögðust hafa flogið beint frá Kaliforníu án millilendingar til Íslands. Frá Reykjavík yrði síðan flogið til Vancouver í Kanada. Fjögurra manna áhöfn var um borð í þotunni, sem hafði aðeins um 45 mínútna viðdvöl áður en haldið var í loftið á ný vestur um haf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira