Innlent

Stærsti jöklabíll heims til sýnis

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sleipnir er ansi stór.
Sleipnir er ansi stór. Vísir/Einar

Trukkurinn Sleipnir var sýndur fyrir framan Hörpu í dag og verður aftur á morgun. Sleipnir er stærsti jöklabíll í heimi. Hann vegur þrjátíu tonn, er fimm metrar á hæð og hvert dekk er 78 tommu eða um tveir metrar á hæð og einn metri á breidd.

Dekkin eru átta og þess vegna heitir trukkurinn eftir áttfætta hestinum Sleipni í Norrænni goðafræði. Bíllinn var tekinn fyrst í notkun 2017 en síðustu þrjú ár hafa menn verið að breyta og bæta trukkinn, hækka hann, skipta út vél og svo framvegis.

Hlutverk Sleipnis í sumar verður að fara með hópa upp á Langjökul en síðan verður hann einnig notaður við jöklarannsóknir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.