Greina ekki sýni á nóttunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 13:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Farþegum sem koma til landsins eftir 15. júní verður líkt og kunnugt er gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 í staðinn fyrir 14 daga sóttkví. Undirbúningur er í fullum gangi að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en aðeins rétt rúm vika er til stefnu og að mörgu að huga. „Það er bara allt á fullu og mér sýnist þetta bara miða mjög vel,“ segir Þórólfur sem á von á því að allt verði tilbúið í tæka tíð. Meðal þess sem þarf að huga að er hvort og hvernig sé þá hægt að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist ef margar vélar lenda á svipuðum tíma í Keflavík. „Þetta er allt í skoðun og við erum í náinni samvinnu við Isavia varðandi þetta mál þannig að menn munu vita nákvæmlega fyrir fram hvað margir farþegar koma á hverjum tímapunkti og menn munu aðlaga sig að því varðandi sýnatökur en þetta er náttúrlega reynsluferli sem er að hefjast og auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvernig útfærslan mun verða,“ segir Þórólfur. „En það er verið að tjalda miklu til og ég geri fastlega ráð fyrir því að menn muni bara fljótt leysa úr öllum þeim hnökrum sem upp kunna að koma í þessu en þetta verður vitað alveg fyrir fram.“ Ekki er sjálfgefið aðhægt verði aðgreina sýni úr farþegum öllum tímum sólarhringsins. „Ég býst nú ekki við að vélarnar, eins og staðan er núna í byrjun, muni koma á hvaða tíma sem er á sólarhringnum en það munu klárlega koma vélar svona í einhverjum kippum hingað inn og sýnatakan fer þá fram þegar farþegarnir koma. Sýnin verða ekki greind á nóttunni þannig að það getur verið, ef að vélar koma seint að kvöldi aðþað þurfi sennilega að bíða til næsta dags en það verður reynt að gera það eins hratt eins og mögulegt er,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Farþegum sem koma til landsins eftir 15. júní verður líkt og kunnugt er gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 í staðinn fyrir 14 daga sóttkví. Undirbúningur er í fullum gangi að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en aðeins rétt rúm vika er til stefnu og að mörgu að huga. „Það er bara allt á fullu og mér sýnist þetta bara miða mjög vel,“ segir Þórólfur sem á von á því að allt verði tilbúið í tæka tíð. Meðal þess sem þarf að huga að er hvort og hvernig sé þá hægt að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist ef margar vélar lenda á svipuðum tíma í Keflavík. „Þetta er allt í skoðun og við erum í náinni samvinnu við Isavia varðandi þetta mál þannig að menn munu vita nákvæmlega fyrir fram hvað margir farþegar koma á hverjum tímapunkti og menn munu aðlaga sig að því varðandi sýnatökur en þetta er náttúrlega reynsluferli sem er að hefjast og auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvernig útfærslan mun verða,“ segir Þórólfur. „En það er verið að tjalda miklu til og ég geri fastlega ráð fyrir því að menn muni bara fljótt leysa úr öllum þeim hnökrum sem upp kunna að koma í þessu en þetta verður vitað alveg fyrir fram.“ Ekki er sjálfgefið aðhægt verði aðgreina sýni úr farþegum öllum tímum sólarhringsins. „Ég býst nú ekki við að vélarnar, eins og staðan er núna í byrjun, muni koma á hvaða tíma sem er á sólarhringnum en það munu klárlega koma vélar svona í einhverjum kippum hingað inn og sýnatakan fer þá fram þegar farþegarnir koma. Sýnin verða ekki greind á nóttunni þannig að það getur verið, ef að vélar koma seint að kvöldi aðþað þurfi sennilega að bíða til næsta dags en það verður reynt að gera það eins hratt eins og mögulegt er,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira