Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 12:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar því á bug að áformin komi til með að raska starfsemi innanlandsflugs. „Mér finnst þetta satt best að segja óþarfa upphlaup. Við erum að undirbúa skipulag í Skerjafirði, alveg frábært skipulag raunar en eitt af leiðarljósinu í því er að sú byggð og þær framkvæmdir eiga alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs og eiga ekki að gera það,“ segir Dagur. „Það var sett fram hugmynd um veglínu upp við framtíðaröryggisgirðingu flugvallarins sem að myndi raska rekstri Ernis þannig að það var haldinn fundur með félaginu til þess að ræða þetta og þar komu mjög hörð viðbrögð á það frá þeim þannig að strax í kjölfarið var óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir,“ segir Dagur. „Ég og borgin höfum sagt allan tímann að þetta nýja og góða hverfi í Skerjafirði á ekki að raska rekstri innanlandsflugs á meðan við erum að rannsaka nýtt flugvallarstæði og undirbúa nýjan flugvöll í Hvassahrauni,“ segir Dagur. Allir eigi að geta verið rólegir yfir því og borgin muni einbeita sér að því að þróa og útfæra þetta nýja hverfi í Skerjafirði. Þykir miður að samtal hafi ekki gegnið betur Hann segir ekkert við vinnubrögð borgarinnar að athuga í málinu. „Það er margt sem þarf að undirbúa þegar skipulag er annars vegar,“ segir Dagur. „Hluti af því að undirbúa vandað skipulag er að eiga samtal við hagsmunaaðila og það gekk ekki betur en þetta í þessu tilviki og það er auðvitað bara miður en ég vona að ef fólk talar saman, þá náttúrlega komast þessir hlutir á hreint.“ Þá hefur höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. „Það er beinlínis gert ráð fyrir því að elsta flugskýlið þarna, sem tengist sjóflugvélum, að það standi áfram og verði hluti af nýja skipulaginu þegar fram í sækir,“ segir Dagur spurður hvort friðlýsing myndi raska áformum borgarinnar. „Það eru nýrri viðbyggingar sem er gert ráð fyrir að víki með tímanum en þetta gamla skýli, það er friðað og það verður hluti af skipulaginu.“ Borgin fari að lögum og reglum um bótagreiðslur Dagur segir að ef komi í ljós að flugfélagið eigi rétt á bótum muni borgin að sjálfsögðu virða lög og reglur í þeim efnum. „Auðvitað er sá réttur sem sannarlega er til staðar hann er alltaf virtur og það hefur borgin alltaf gert,“ svarar Dagur, spurður hvort það sé boðlegt að halda áformunum til streitu án þess að bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum bætur. „Á flugvallarsvæðinu eru hins vegar eignarheimildir og annað býsna flóknar og geta meira að segja verið flóknar inni á einni og sömu lóðvarðandi mismunandi hluta. Stundum eru ekki fyrir hendi lóðaleigusamningar og annaðslíkt og þaðer bara farið yfir þaðhverju sinni,“ segir Dagur. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar því á bug að áformin komi til með að raska starfsemi innanlandsflugs. „Mér finnst þetta satt best að segja óþarfa upphlaup. Við erum að undirbúa skipulag í Skerjafirði, alveg frábært skipulag raunar en eitt af leiðarljósinu í því er að sú byggð og þær framkvæmdir eiga alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs og eiga ekki að gera það,“ segir Dagur. „Það var sett fram hugmynd um veglínu upp við framtíðaröryggisgirðingu flugvallarins sem að myndi raska rekstri Ernis þannig að það var haldinn fundur með félaginu til þess að ræða þetta og þar komu mjög hörð viðbrögð á það frá þeim þannig að strax í kjölfarið var óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir,“ segir Dagur. „Ég og borgin höfum sagt allan tímann að þetta nýja og góða hverfi í Skerjafirði á ekki að raska rekstri innanlandsflugs á meðan við erum að rannsaka nýtt flugvallarstæði og undirbúa nýjan flugvöll í Hvassahrauni,“ segir Dagur. Allir eigi að geta verið rólegir yfir því og borgin muni einbeita sér að því að þróa og útfæra þetta nýja hverfi í Skerjafirði. Þykir miður að samtal hafi ekki gegnið betur Hann segir ekkert við vinnubrögð borgarinnar að athuga í málinu. „Það er margt sem þarf að undirbúa þegar skipulag er annars vegar,“ segir Dagur. „Hluti af því að undirbúa vandað skipulag er að eiga samtal við hagsmunaaðila og það gekk ekki betur en þetta í þessu tilviki og það er auðvitað bara miður en ég vona að ef fólk talar saman, þá náttúrlega komast þessir hlutir á hreint.“ Þá hefur höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. „Það er beinlínis gert ráð fyrir því að elsta flugskýlið þarna, sem tengist sjóflugvélum, að það standi áfram og verði hluti af nýja skipulaginu þegar fram í sækir,“ segir Dagur spurður hvort friðlýsing myndi raska áformum borgarinnar. „Það eru nýrri viðbyggingar sem er gert ráð fyrir að víki með tímanum en þetta gamla skýli, það er friðað og það verður hluti af skipulaginu.“ Borgin fari að lögum og reglum um bótagreiðslur Dagur segir að ef komi í ljós að flugfélagið eigi rétt á bótum muni borgin að sjálfsögðu virða lög og reglur í þeim efnum. „Auðvitað er sá réttur sem sannarlega er til staðar hann er alltaf virtur og það hefur borgin alltaf gert,“ svarar Dagur, spurður hvort það sé boðlegt að halda áformunum til streitu án þess að bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum bætur. „Á flugvallarsvæðinu eru hins vegar eignarheimildir og annað býsna flóknar og geta meira að segja verið flóknar inni á einni og sömu lóðvarðandi mismunandi hluta. Stundum eru ekki fyrir hendi lóðaleigusamningar og annaðslíkt og þaðer bara farið yfir þaðhverju sinni,“ segir Dagur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira