Þunglyndiseinkenni tvöfalt tíðari í heimahjúkrun en á öldrunarheimilum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2020 11:45 Doctor examining patient in wheelchair Tíðni þunglyndiseinkenna hjá öldruðum er nær tvöfalt hærri á meðal þeirra sem fá heimahjúkrun en á öldrunarheimilum. Tíðni þunglyndislyfja á öldrunarheimilum er aftur á móti 55% samanborið við 32,% prósent í heimahjúkrun. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Ástdís Pálsdóttir Bang, útskriftarnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í náminu. Markmiðið með rannsókninni var að bera saman tíðni þunglyndis hjá öldruðum sem búa annars vegar á öldrunarheimilum og hins vegar í heimahjúkrun. 1573 einstaklingar á öllum öldrunarheimilum landsins voru í þýðinu, sem og 221 einstaklingur sem fékk heimahjúkrunarþjónustu í sex sveitarfélögum landsins; Akureyri, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Rangárþing, Selfoss og Reykjavík. Gögnin sem unnið er með í rannsókninni eru frá 2017 og eru fengin úr gagnagrunni Landlæknis og byggir á RAI-matstækinu sem metur heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra. „Niðurstöðurnar sýndu að 9,6% þeirra einstaklinga sem bjuggu á öldrunarheimilunum sýndu einkenni þunglyndis á móti 17,2% einstaklinga sem fengu heimahjúkrunarþjónustu“ Aðspurð hvað hægt sé að lesa í þetta segir Ástdís: „Það sem við lesum í þetta er að félagslegur stuðningur sé mögulega meiri hjá þeim sem eru á öldrunarheimilunum og einnig iðjan og iðjuþjálfunin á öldrunarheimilunum á Íslandi er bara mjög góð. Og það er reglulega prógrammeruð dagskrá og það er verið að reyna að fá aldraða einstaklinga í þessa virkni af því virkniþjálfun er svo mikill og stór þáttur í að vinna með þunglyndiseinkenni. Það getur verið að þeir sem eru heima séu ekki að sækja sér þá félagsþjónustu sem er í boði og einangrist meira þar af leiðandi.“ Ástdís segist setja spurningarmerki við mikla þunglyndislyfjanotkun inni á öldrunarheimilunum. „Vegna þess að við sáum það í rannsókninni að það er 55% þunglyndislyfjanotkun inn á öldrunarheimilunum og 32% í heimahjúkrunarþjónustu og það er svolítið hátt miðað við að það sé 9,6% þunglyndistíðni inn á öldrunarheimilunum,“ segir Ástdís. Málefni aldraðra eru Ástdísi afar hugfólgin. Hún starfaði lengi vel á öldrunarheimilum og var mikið í kringum aldraða. Henni sárnaði að viðkvæðið væri gjarnan að depurðareinkenni fylgdu bara því að eldast. Ástdís segir það af og frá. Þá segir hún einnig íslenskar rannsóknir á andlegri líðan aldraðra einstaklinga skorta. „Þetta finnst mér svo rangt viðhorf og á ekki að vera. Mér fannst þurfa að skoða þetta nánar og vekja athygli á því að alveg sama hvort þú sért áttatíu ára eða fimmtán þá áttu alveg sama rétt á því að vera hamingjusamu Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Tíðni þunglyndiseinkenna hjá öldruðum er nær tvöfalt hærri á meðal þeirra sem fá heimahjúkrun en á öldrunarheimilum. Tíðni þunglyndislyfja á öldrunarheimilum er aftur á móti 55% samanborið við 32,% prósent í heimahjúkrun. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Ástdís Pálsdóttir Bang, útskriftarnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í náminu. Markmiðið með rannsókninni var að bera saman tíðni þunglyndis hjá öldruðum sem búa annars vegar á öldrunarheimilum og hins vegar í heimahjúkrun. 1573 einstaklingar á öllum öldrunarheimilum landsins voru í þýðinu, sem og 221 einstaklingur sem fékk heimahjúkrunarþjónustu í sex sveitarfélögum landsins; Akureyri, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Rangárþing, Selfoss og Reykjavík. Gögnin sem unnið er með í rannsókninni eru frá 2017 og eru fengin úr gagnagrunni Landlæknis og byggir á RAI-matstækinu sem metur heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra. „Niðurstöðurnar sýndu að 9,6% þeirra einstaklinga sem bjuggu á öldrunarheimilunum sýndu einkenni þunglyndis á móti 17,2% einstaklinga sem fengu heimahjúkrunarþjónustu“ Aðspurð hvað hægt sé að lesa í þetta segir Ástdís: „Það sem við lesum í þetta er að félagslegur stuðningur sé mögulega meiri hjá þeim sem eru á öldrunarheimilunum og einnig iðjan og iðjuþjálfunin á öldrunarheimilunum á Íslandi er bara mjög góð. Og það er reglulega prógrammeruð dagskrá og það er verið að reyna að fá aldraða einstaklinga í þessa virkni af því virkniþjálfun er svo mikill og stór þáttur í að vinna með þunglyndiseinkenni. Það getur verið að þeir sem eru heima séu ekki að sækja sér þá félagsþjónustu sem er í boði og einangrist meira þar af leiðandi.“ Ástdís segist setja spurningarmerki við mikla þunglyndislyfjanotkun inni á öldrunarheimilunum. „Vegna þess að við sáum það í rannsókninni að það er 55% þunglyndislyfjanotkun inn á öldrunarheimilunum og 32% í heimahjúkrunarþjónustu og það er svolítið hátt miðað við að það sé 9,6% þunglyndistíðni inn á öldrunarheimilunum,“ segir Ástdís. Málefni aldraðra eru Ástdísi afar hugfólgin. Hún starfaði lengi vel á öldrunarheimilum og var mikið í kringum aldraða. Henni sárnaði að viðkvæðið væri gjarnan að depurðareinkenni fylgdu bara því að eldast. Ástdís segir það af og frá. Þá segir hún einnig íslenskar rannsóknir á andlegri líðan aldraðra einstaklinga skorta. „Þetta finnst mér svo rangt viðhorf og á ekki að vera. Mér fannst þurfa að skoða þetta nánar og vekja athygli á því að alveg sama hvort þú sért áttatíu ára eða fimmtán þá áttu alveg sama rétt á því að vera hamingjusamu
Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30