Innlent

Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan á Norðurlandi vestra segir heimildir fyrir því að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í dreifingu á svæðinu.
Lögreglan á Norðurlandi vestra segir heimildir fyrir því að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í dreifingu á svæðinu. Vísir/Einar

Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. Málið sé grafalvarlegt og nýleg dæmi sanni að þarna sé um mjög hættuleg efni að ræða.

Lögreglan biður fólk að vera á varðbergi gagnvart „þessum ófögnuði“ og kunni einhverjir að búa yfir upplýsingum um málið er skorað á þá að hafa samband við lögregluna. Þá er lögð áhersla á að allar upplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og einnig megi koma fram nafnlausum ábendingum í síma 800-5005.

Tvær ungar stúlkur, 13 og 14 ára, voru fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús 23. maí eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa sem innihéldu morfín og kannabisefni. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu á Facebook síðu sinni að stúlkurnar hafi ekki verið meðvitaðar um hvað þær væru að innbyrgja.

„Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af eldri manni,“ sagði í færslu lögreglu sem birt var 24. maí.

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri játaði þann 3. júní að hafa selt hlaupbangsana. Maðurinn var handtekinn og gerði lögregla húsleit á heimili hans. Þar fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu, þar á meðal framleiðslu á hlaupböngsum. Maðurinn játaði að hafa framleitt fíkniefni og selt þau um skeið. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamála.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×