Innlent

Ný­stofnuð sjávar­akademía ein­blínir á sjálf­bærni, um­hverfis­mál og ný­sköpun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sjávarakademía Sjávarklasans var opnuð í dag.
Sjávarakademía Sjávarklasans var opnuð í dag. Vísir/Hanna Andrésdóttir

Sjávarakademía Sjávarklasans var sett á laggirnar í dag í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, opnaði Sjávarakademíuna formlega í Húsi sjávarklasans að viðstöddum gestum að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenska sjávarklasanum.

Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins. Kennslan fer að mestu fram í Húsi sjávarklasans en einnig í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum.

“Ef einhvern tíma var þörf þá er núna nauðsyn að efla áhuga fyrir haftengdum greinum. Aldrei áður í sögunni hefur jafn mikið verið rætt um fæðuöryggi hérlendis eins og undanfarna mánuði og tækifærin í þeim efnum í hafinu við Ísland eru mikil,” segir Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskólans.

Boðið verður upp á nám sem stendur yfir í eina önn og hefst námið í haust. Þá verður boðið upp á sérstakt fjögurra vikna námskeið í sumar þar sem lögð er áhersla á nýsköpun, sjálfbærni og tækifæri í bláa hagkerfinu. Þá munu nemendur hitta frumkvöðla og kynnast því hvernig þau komu hugmynd í framkvæmd, læra að stofna fyrirtæki, kynnast tækifærum til að nýta sjávarauðlindir betur og svo framvegis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×