Innlent

Guðlaugur segir nú ljóst að framganga Íslands skipti máli

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA

Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Utanríkisráðherra segist vona að skýrslan leiði til góðs.

Skýrslan var gerð eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að gera úttekt á stöðu mannréttindamála í Filippseyjum á síðasta ári. 

Í henni segir að fíkniefnastríðið, háð að frumkvæði Rodrigo Duterte forseta, hafi einkennst af harkalegri beitingu lögregluvalds gegn grunuðum fíkniefnasölum og neytendum.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það hafi verið fullt tilefni til að fara fram á skýrsluna.

„Við erum auðvitað bara að fara yfir hana og vonumst til þess að hún muni láta gott af sér leiða. En það er augljóst, ef það var ekki öllum ljóst, að framganga okkar á alþjóðvettvangi, hún skilar sér og skiptir máli.“

Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust við tillögunni af mikilli hörku í fyrra og sagðist Duterte í ágúst vona að Íslendingar frysu í hel. Guðlaugur segir að næsta skref sé að ræða um skýrsluna á fundum mannréttindaráðs í sumar.

„Við munum taka þátt í þeirri umræðu. Þetta vekur athygli, sem er auðvitað markmiðið. Vegna þess að mannréttindaráðið á að hafa það hlutverk að bæta stöðu mannréttinda í heiminum.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×